Evrópski tungumáladagurinn 2013

Evropski_tungumaladagurinn_2013Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur, í samvinnu við Mennta- og menningarmálaráðuneytið og STÍL - Samtök tungumálakennara á Íslandi, efndi til hátíðardagskrár í tilefni Evrópska tungumáladagsins þann 26. september 2013.

Hátíðadagskráin fór fram í Bratta, fyrirlestrasal Menntavísindasviðs Háskóla Íslands í Stakkahlíð, undir yfirskriftinni „Tungumálakennsla í takt við tímann“ og hófst kl. 16.

 

Dagskráin var sem hér segir (smellið á krækjurnar til að hlýða á fyrirlestrana) :

Setning: Auður Hauksdóttir, forstöðumaður Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur.

Ávarp: Vigdís Finnbogadóttir, sendiherra tungumála hjá UNESCO, Menningar- og vísindastofnun Sameinuðu þjóðanna.

En français, s’il vous plaît ! – Grunnskólanemar flytja leikþátt á frönsku.

Ávarp: Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra.

En français, s’il vous plaît ! Sólveig Simha, frönskukennari við Háaleitisskóla og Alliance française.

Tungumálanám í fornmáladeild MR. Linda Rós Michaelsdóttir, konrektor Menntaskólans í Reykjavík.

Fjöltyngdur ljóðalestur. Umsjón: Kristín R. Vilhjálmsdóttir, verkefnastjóri fjölmenningar hjá Borgarbókasafni Reykjavíkur.

Kaffihlé – Lifandi tungumál á vegum Café Lingua Borgarbókasafns.

Tæknin og tækifærin. Michael Dal, dósent í dönsku á Menntavísindasviði Háskóla Íslands.

…í takt við tímann? Brynhildur A. Ragnarsdóttir, formaður STÍL.

Músik og myndir er málið. Ida Semey og Ásdís Þórólfsdóttir, spænskukennarar við Menntaskólann við Hamrahlíð.

Hvar er kennarinn? Björn Gunnlaugsson, enskukennari og skólastjóri grunnskólans á Dalvík.

Fundarstjóri var Katrín Elna Jónsdóttir, þýskukennari við Kvennaskólann í Reykjavík.

Hátt í 70 manns, tungumálakennarar og annað áhugafólk um tungumál og kennslu þeirra, sóttu málþingið.

 

Audur_Hauksdottir

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Auður Hauksdóttir, forstöðumaður Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur, setur hér hátíðardagskrána.

 Vigdis_Finnbogadottir

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Vigdís Finnbogadóttir, sendiherra tungumála hjá UNESCO, Menningar- og vísindastofnun Sameinuðu þjóðanna, flutti ávarp í upphafi samkomunnar.

Illugi_Gunnarsson

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra flutti ávarp á samkomunni.

Solveig_Simha

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Sólveig Simha, frönskukennari við Háaleitisskóla og hjá Alliance française, flutti erindi sem nefndist En français, s’il vous plaît ! (rétt eins og leikþáttur grunnskólanemanna sem var einnig fluttur við sama tækifæri).

 

Gestir_a_malthinginu

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Eins og sjá má var fjölmennt í hópi tungumálakennara og annars áhugafólks um tungumál og kennslu þeirra.

Vigdis_Finnbogadottir_og_Elna_Katrin_Jonsdottir

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Vigdís Finnbogadóttir, sendiherra tungumála hjá UNESCO, Menningar- og vísindastofnun Sameinuðu þjóðanna, og Elna Katrín Jónsdóttir, þýskukennari við Kvennaskólann í Reykjavík. Hér sjást þær þar sem Elna, sem var fundarstjóri á samkomunni, var að enda við að færa Vigdísi blóm.

Fjoltyngdur_ljodalestur_hopmynd

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Café Lingua á Borgarbókasafni fékk til liðs við sig hóp fólks af ýmsu þjóðerni til að lesa upp ljóð á mörgum málum á samkomunni og það var Kristín R. Vilhjálmsdóttir, verkefnastjóri fjölmenningar hjá Borgarbókasafni Reykjavíkur, sem hafði umsjón með dagskrárliðnum.

Michael_Dal

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Michael Dal, dósent í dönsku á Menntavísindasviði Háskóla Íslands, flutti erindi á málþinginu sem hann nefndi Tækn og tækifærin.

Brynhildur_A._Ragnarsdottir

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Brynhildur Anna Ragnarsdóttir, formaður STÍL, flutti erindi sem hún nefndi … í takti við tímann?

Asdis_Thorolfsdottir

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ásdís Þórólfsdóttir, spænskukennari við Menntaskólann í Hamrahlíð, flutti erindi á málþinginu ásamt samkennara sínum sem þær nefndu Músik og myndir er málið.

Ida_Semey

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ida Semey, spænskukennari við Menntaskólann í Hamrahlíð, flutti erindi á málþinginu ásamt samkennara sínum sem þær nefndu Músik og myndir er málið.

Bjorn_Gunnlaugsson

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Björn Gunnlaugsson, skólastjóri grunnskólans á Dalvík, flutti erindi sem hann nefndi Hvar er kennarinn?  

 

Fjölmiðlaumfjöllun :

Sólveig Simha frönskukennari og Brynhildur A. Ragnarsdóttir, formaður STÍL, voru gestir í Síðdegisútvarpi Rásar 2 miðvikudaginn 25. september 2013. Hlusta hér.  

"Það mikilvægasta er að menn noti tungumálið". Viðtal við Auði Hauksdóttur, forstöðumann Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur, í Fréttablaðinu 26. september 2013, bls. 34. Lesa hér

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is