Pólskir dagar: Cultural portrait of Warsaw

Veröld - hús Vigdísar. Stofa 104, kl. 17

Varsjá hefur mörg andlit og hægt er að velja um ótal mismunandi leiðir til að uppgötva borgina. Þú getur þrætt slóðir Chopins eða Marie Curie sem bæði voru Varsjárbúar, skoðað minjar um menningu gyðinga eða ráfað um hið alræmda Praga-hverfi sem iðar af lífi. Í þessum fyrirlestri mun Justyna Zich kynna okkur fyrir hinum mörgu ólíku andlitum Varsjár og hvernig þau birtast í bókmenntum, kvikmyndum og tónlist. Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku.

Dagsetning: 
mán, 11/06/2017 - 17:00
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is