Ráðstefna um tungutækni og kennslu í þýðingum

Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum stýrði Norrænu neti um tungutækni dagana 13. og 14. maí 2004 í samstarfi við NorFA.

Stofnunin stóð fyrir ráðstefnu um tungutækni og kennslu í þýðingum.

Á ráðstefnuninni sem haldin var í Háskóla Íslands fjölluðu helstu fræðimenn Norðurlanda á sviði tungutækni og þýðinga um fagið frá ýmsum sjónarhornum.

Á ráðstefnunni var farið yfir vélrænar þýðingar, fjallað um tungutækni og þýðingar í samhengi við tölvustudda tungumálakennslu, möguleikar veraldarvefsins var skoðað í ljósi tungumálakennslu og þýðinga auk þess sem fjallað var um þjálfun sérfræðinga í tungumálum til þýðinga fyrir alþjóðastofnanir og um tungumálaumhverfi þeirra sem skrifa á tungumálum öðrum en móðurmálinu.

Frekari upplýsingar um ráðstefnuna er hægt að nálgast á dönsku á vef ráðstefnunnar: Ráðstefna um tungutækni og kennslu í þýðingum.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is