Í tilefni af 100 ára afmæli fullveldis Íslands verður efnt til rapp- og (h)ljóðlistarhátíðar á Vigdísartorgi sunnan við Veröld – hús Vigdísar. Á hátíðinni verður fjallað um rapp sem listform og danskir og íslenskir listamenn munu koma fram.
Dagskrá:
Kl. 18.00-19.30 Samræða um rapp og hipp hopp í fyrirlestrarsali Veraldar:
• Harpa Rut Hilmarsdóttir, verkefnastjóri Reykjavíkurborg: Hvernig semja 1500 börn rapp saman?
• Peter Trier Aagaard, rappari og menningarmiðlari: Rapp i Danmark
• Króli/Kristinn Óli Haraldsson, listamaður: Frelsi tungumálsins
Kl. 19.30 – 22.00 Rappað á Vigdísartorgi. Fram koma:
• Herra Hnetusmjör • Góði Úlfurinn • Georg Ari • Anna Vigsø, frá Danmörku • Gabriel Warén • Data Grawlix • Dagur Guðna • Loke Deph med Boone & Telepa-T • Úlfhildur Tómasdóttir • Úlfur Úlfur
Í rappi á sér stað mögnuð nýsköpun á sviði tónlistar og tungumáls, þar sem tvinnast saman veruleiki ungmenna, listsköpun og samfélagsrýni. Á hátíðinni fá áheyrendur að kynnast dönsku og íslensku rappi. Það er námsleið í dönsku og Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur sem stendur fyrir hátíðinni.
Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.