Rapp- og (h)ljóðlistarhátíð á Vigdísartorgi

Í tilefni af 100 ára afmæli fullveldis Íslands verður efnt til rapp- og (h)ljóðlistarhátíðar á Vigdísartorgi sunnan við Veröld – hús Vigdísar. Á hátíðinni verður fjallað um rapp sem listform og  danskir og íslenskir listamenn munu koma fram.

Í rappi á sér stað mögnuð nýsköpun á sviði tónlistar og tungumáls, þar sem tvinnast saman veruleiki ungmenna, listsköpun og samfélagsrýni. Á hátíðinni fá áheyrendur að kynnast dönsku og íslensku rappi. Það er námsleið í dönsku og Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur sem stendur fyrir hátíðinni, sem hefst klukkan 18.00 og lýkur kl. 22.00. Nánari dagskrá verður birt síðar.

Meðal þeirra sem koma fram eru Króli, Úlfur Úlfur, Góði Úlfurinn og dönsku rappararnir Loke Dehp og félagar ásamt Önnu Vigsø.

Aðgangur er ókeypis. 

     

Dagsetning: 
lau, 06/16/2018 - 18:00
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is