í Óflokkað

Fyrirlestur um menningarverðmætin sem er að finna í Kreml í Moskvu og söfnum þar verður haldinn fimmtudaginn 22. mars kl. 17 á vegum rússneskunnar innan Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í samvinnu við sendiráð Rússneska sambandsríkisins á Íslandi.  Fyrirlesturinn fer fram á ensku og verður haldinn í móttökusal sendiráðsins, Garðastræti 33. Fyrirlesari er Sergey Fedichkin þriðji sendiráðsritari.

Kremlín er miðja höfuðborgarinnar Moskvu og aðsetur forsetans. Á fyrirlestrinum verða sýndar lifandi myndir frá því þessu markverða svæði. Þar er að finna gyllta kirkjuturna og gamlar hallir, fallbyssur, sögufræg torg og byggingar og svæðið er umlukt múrum. Kremlín og Rauða torgið eru á heimsminjaskrá UNESCO. 

Aðgangur er ókeypis og á eftir verður borið fram kaffi, te og kökur. 

 

Aðrar fréttir
X