Samræður menningarheima

Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum hélt alþjóðlega ráðstefnu Vigdísi til heiðurs dagana 13.-15. apríl 2005 undir yfirskriftinni Samræður menningarheima.

Á ensku bar ráðstefnan heitið Dialogue of Cultures.

Á ráðstefnunni fór fram samræður ólíkra menningaheima þar sem fulltrúar mismunandi menningar- og málsvæða mun fjalla um tungumál, menningu, tækni, viðskpti, vísindi og þjóðfélagsmál. Einnig var fjallað um mikilvægi menningarlæsis til glöggvunar á því hvernig þessir þættir verka saman og hafa áhrif á orðræðu og önnur samskipti milli einstaklinga, fyrirtækja, stofnana og þjóða á afmörkuðum svæðum og alþjóðavettvangi. Með samanburði á úrlausnarefnum og vandamálum sem þetta varða er þess vænst að ráðstefnan geti lagt fram skerf til vaxandi skilnings er stuðli að meia umburðarlyndi og eflingu friðsamlegra samskipta.

Ráðstefnuna sóttu virtir fræðimenn á sviði bókmennta, menningarfræða, málvísinda og tölvuvísinda víðs vega að úr heiminum.

Lykilfyrirlesarar voru:

Dagskrá ráðstefnunnar (pdf snið) en ítarlegri upplýsingar um ráðstefnuna, fyrirlestra og vinnustofur má finna á ensku á vef ráðstefnunnar: Samræður menningarheima.

Styrktaraðilar ráðstefnunnar voru Baugur Group, CGI Iceland, Reykjavíkurborg, Fondet for dansk-islandsk samarbejde, Ríkisstjórn Íslands, Icelandair, Íslandsbanki, Kaupthing Bank, Landsbanki Íslands, Morgunblaðið, Nordic Council of Ministers, P. Samúelsson hf., Rektor Háskóla Íslands, SPKEF, SPRON, Sendiráð bandaaríkjanna á Íslandi, Íslandsstofa.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is