Samtal við höfunda og skáld

Ós Pressan, Veröld – hús Vigdísar og Borgarbókasafnið bjóða til bókmenntaviðburða og samtals við höfunda og skáld í tengslum við Multilingual Month, sem haldinn er í Finnlandi dagana 21. febrúar til 21. mars 2018.

1. mars @ Veröld - hús Vigdísar, Brynjólfsgötu 1, kl 16:30 – 18:30

4. mars @ Borgarbókasafnið Gerðubergi, Gerðubergi 3 - 5, kl 13:30 – 15:30

Fram koma:

Marloes Robijn

Saori Fukasawa

Kianga

Carmen Quintana Cocolina

Juan Camilo Román Estrada

Anton Helgi Jónsson

Elena Ilkova

 

Allir höfundarnir og skáldin sem fram koma hafa fengið birt efni eftir sig í bókmenntatímariti Ós Pressunnar, Ós - The Journal, N 1 (2016) og 2 (2017). Þar hafa m.a. birst textar á japönsku, þýsku, spænsku, kúrdísku, hollensku og pólsku.

Eftir að formlegri dagskrá lýkur gefst tími fyrir umræður meðal höfunda, skálda og gesta.

Frítt er inn á báða viðburði sem eru styrktir af Bókmenntaborginni.

Verið öll hjartanlega velkomin.

Dagsetning: 
fim, 03/01/2018 - 16:30
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is