Spænska

Nám í spænsku

Nám í spænsku er fjölbreytt og krefjandi. Nemendur kynnast menningu Spánar og Rómönsku Ameríku: bókmenntum, kvikmyndum, þjóðlífi og sögu. Þeir fá þjálfun í rit- og talmáli á fyrstu námsstigum og áhersla er lögð á fræðileg og sjálfstæð vinnubrögð. Einnig fá nemendur innsýn í heim þýðinga og kynnast sögu tungumálsins og þróun.

Nám í spænsku má flétta saman við annað nám á Hugvísindasviði og utan þess á ýmsan hátt. Námsbrautin er í góðu samstarfi við háskóla á Spáni, í Rómönsku Ameríku og víðar. Nemar í spænsku geta tekið hluta af námi sínu erlendis (eina eða tvær annir) og kynnst ólíkum menningarheimum af eigin raun.

Góð tungumálakunnátta nýtist á margvíslegan hátt og í nútímaþjóðfélagi er færni í tungumálum afar eftirsóknarverð.
BA-próf í spænsku getur verið lykill að spennandi framtíðarstarfi, m.a. vegna þess hversu auðvelt er að samþætta það öðru námi þar sem tungumálakunnátta er mikilvæg. Má þar nefna fjölmiðlun, ferðaþjónustu, alþjóðasamskipti, stjórnmál, viðskipti, þýðingar, fræðastörf, kennslu og margt fleira. Nám í spænsku getur einnig verið undirstaða fyrir nám eða framhaldsnám í öðrum greinum í
spænskumælandi löndum. Hægt er að stunda framhaldsnám í spænsku við Háskóla Íslands.

 

Viðskiptatengd spænska

Í viðskiptatengdri spænsku leggja nemendur áherslu á spænskunám og taka ennfremur jafngildi aukagreinar í almennri viðskiptafræði.

 

Markmið

Markmiðið með spænskukennslu er að veita nemendum góða þekkingu á spænskri tungu og innsýn í menningu og þjóðlíf hins spænskumælandi heims.

 

Kennsluhættir
Kennsla fer fram í fyrirlestrum, æfingatímum og málveri. Hún fer fram á spænsku nema annað sé tekið fram í kennsluskrá.

Gert er ráð fyrir því að færni nemenda við upphaf BA-náms í spænsku sé B1 samkvæmt Viðmiðunarramma Evrópuráðsins.

 

Félagslíf
Nemendafélag spænskunema heitir ¡Buendía! og stendur fyrir ýmsum uppákomum

 

Kvikmyndaklúbburinn Cine Club Hispano býður upp á vikulegar kvikmyndasýningar á haustmisseri.

 

Námsleiðir í spænsku

Spænska er kennd til BA-gráðu sem aðalgrein til 180e eða 120e og sem aukagrein til 60e.

Spænska er einnig kennd til MA-gráðu í spænsku, til MA gráðu í spænskukennslu og MA gráðu í þýðingafræði með áherslu á spænsku.

 

BA-nám tekur að jafnaði þrjú ár. Einnig er hægt að leggja stund á hagnýtt spænskunám til diplómagráðu, sem er þriggja missera hagnýtt nám. MA-námið tekur tvö ár miðað við full námsafköst eftir BA-próf.

 

Aðalgrein til 180 eininga: Um er að ræða þriggja ára (sex missera) fræðilegt nám í spænsku. Að námi loknu á nemandi að hafa öðlast yfirgripsmikla þekkingu á menningar- og bókmenntasögu þjóða sem hafa spænsku að móðurmáli. Hann á geta tjáð sig óhindrað bæði í töluðu máli og rituðu og hafa tileinkað sér sjálfstæð vinnubrögð og frumleika í hugsun. Hvað varðar þekkingu, hæfni og færni gilda sömu viðmið og fyrir 120e BA-nám í spænsku en ætlast er til að nemandi sem kýs að ljúka 180e námi búi yfir víðtækari þekkingu á öllum sviðum spænskrar tungu og menningar.

 

Aðalgrein til 120 eininga: 120e nám í spænsku er að jafnaði tveggja ára nám. 120e nám ásamt aukagrein í annarri grein (60 e) veitir BA-gráðu. Á 1. ári er lögð rík áhersla á að auka færni og skilning nemandans á tungumálinu. Á 2. ári sækir nemandinn sérhæfðari og fjölbreyttari námskeið. Að námi loknu á nemandi að hafa öðlast yfirgripsmikla þekkingu á menningar- og bókmenntasögu þjóða sem hafa spænsku að móðurmáli. Hann á geta tjáð sig óhindrað bæði í töluðu máli og rituðu og hafa tileinkað sér sjálfstæð vinnubrögð og frumleika í hugsun.

 

Aukagrein til 60 eininga: 60e nám í spænsku sem aukagrein er að jafnaði eins árs nám. Að námi loknu á nemandi að hafa öðlast grunnþekkingu og skilning á spænsku, sem og á menningar- og bókmenntasögu þjóða sem hafa spænsku að móðurmáli. Hann á einnig að geta beitt tungumálinu á markvissan og gagnlegan hátt, jafnt í töluðu máli sem rituðu.

 

Hagnýt spænska fyrir atvinnulífið, grunndiplóma, 90 einingar: 90e nám í hagnýtri spænsku til diplómagráðu er að jafnaði eins og hálfs árs nám. Að námi loknu á nemandi að hafa öðlast staðgóða þekkingu á spænsku máli og yfirsýn yfir menningu, sögu og þjóðlíf spænskumælandi þjóða. Áhersla er lögð á að tengja námið við atvinnulífið með markvissum hætti.

 

Hagnýt spænska fyrir atvinnulífið, aukagrein, 60 einingar: 60e nám í hagnýtri spænsku sem aukagrein til BA-prófs er að jafnaði eins árs nám. Að námi loknu á nemandi að hafa öðlast staðgóða þekkingu á spænsku máli og yfirsýn yfir menningu, sögu og þjóðlíf spænskumælandi þjóða. Áhersla er lögð á að tengja námið við atvinnulífið með markvissum hætti.

 

Kennarar:
Erla Erlendsdóttir
erlaerl@hi.is

Hólmfríður Garðarsdóttir
holmfr@hi.is

Kristín Guðrún Jónsdóttir
krjons@hi.is

Carmen Ortuño
carmen@hi.is

Pilar Concheiro
mpc@hi.is

Sigrún Á. Eiríkdsd.
sigrunei@hi.is

Steinunn B. Ragnarsd.
sr@hi.is

Verkefnastjóri:

Bernharð Antoniussen
bernhard@hi.is

Verkefnisstjóri alþjóðamála:

Guðrún Birgisdóttir
gb@hi.is

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is