Starfsfólk

Aðild að Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum eiga 42 fræðimenn. Við Háskóla Íslands eru kennd 14 erlend tungumál og stunda fræðimenn stofnunarinnar rannsóknir og kennslu í þessum tungumálum.

Starfsfólk stofnunarinnar eftir stafrófsröð:

Audur_HauksdottirAuður Hauksdóttir er prófessor í dönsku og forstöðumaður Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum við Háskóla Íslands.

Auður lauk doktorsnámi frá Kaupmannahafnarháskóla árið 1998, cand.mag.-prófi í dönsku frá sama skóla árið 1987 og BA-prófi í dönsku og heimspeki frá Háskóla Íslands árið 1977.

Rannsóknasvið Auðar er danskt mál, einkum danska sem erlent mál, samanburðarmálvísindi og dönsk menning og tunga á Íslandi í sögu og samtíð.

Auður vinnur að bók um dönskukunnáttu Íslendinga og háskólanám Íslendinga í Danmörku, sem byggist á rannsókn hennar um þetta efni. Hún hefur, ásamt Guðmundi Jónssyni prófessor í sagnfræði, farið fyrir teymi íslenskra og danskra fræðimanna sem hafa unnið að rannsókninni Á mótum danskrar og íslenskrar menningar. Danir á Íslandi 1900-1970, sem hlaut m.a. styrki frá Rannsóknamiðstöð Íslands, Rannsóknasjóði Háskóla Íslands og danska vísindaráðuneytinu. Greinasafn um niðurstöður rannsóknarinnar kemur út í Danmörku á næstunni.

Þá hefur Auður unnið að samanburði á föstum orðatiltækjum í dönsku og íslensku, og þróað máltækið www.frasar.net í samvinnu við Guðrúnu Haraldsdóttur og sænska og danska fræðimenn. Hún leiðir nú norrænt rannsóknar- og þróunarverkefni, sem beinist að tileinkun Færeyinga, Grænlendinga og Íslendinga á dönsku talmáli og þróun hjálpartækis til að þjálfa danskan framburð. Veglegir styrkir hafa fengist til verkefnanna www.frasar.net og Talehjælp i dansk, þeir stærstu frá Nordplus Sprog og Kultur, Norræna menningarsjóðnum og Augustinus Fonden.

Aðsetur: Nýi-Garður, skrifstofa 13, sími 525-4209, netfang: auhau@hi.is.

Auður Hauksdóttir´s website in English

 

Asdis_R._MagnusdottirÁsdís R. Magnúsdóttir er prófessor í frönsku máli og bókmenntum við Háskóla Íslands.

Ásdís lauk doktorsnámi í frönskum bókmenntum frá Stendhal-háskólanum (Grenoble III) í Grenoble í Frakklandi árið 1997. Hún lauk DEA-prófi frá sama skóla árið 1993, meistaraprófi árið 1992 og licence-prófi árið 1991. Rannsóknir hennar eru einkum á sviði franskra bókmennta: miðaldabókmennta, miðaldaskáldsögunnar, riddarasagna, þýðinga og smásagna.

Ásdís vinnur að íslenskri þýðingu á Lancelot ou le Chevalier de la charrette (Lancelot eða kerruriddaranum) eftir Chrétien de Troyes og þremur ritgerðasöfnum (L’Envers et l’Endroit, Noces, L’Été) eftir Albert Camus sem gert er ráð fyrir að komi út árið 2014. Hún er þátttakandi í verkefninu Raddir kvenna – Smásögur og vinnur að gerð smásagnasafns með verkum eftir ýmsa franska kvenrithöfunda (Marie de France, Marguerite de Navarre, Madame de La Fayette, George Sand, Colette, Marguerite Yourcenar o.fl.). Hún er þátttakandi í verkefninu La matière arthurienne aux XIVe-XVIe siècles en Europe og vinnur m.a. að rannsóknum á miðaldaþýðingum og útbreiðslu „efniviðarins frá Bretagne“.

Aðsetur: Nýi-Garður, Skrifstofa 104, sími 525-4569, netfang: asdisrm@hi.is

Heimasíða Ásdísar Magnúsdóttur.

 

Asrun_JohannsdottirÁsrún Jóhannsdóttir er aðjunkt í ensku við Háskóla Íslands.

Ásrún lauk MA-prófi í ensku frá Háskóla Íslands árið 2009 með áherslu á kennslu og tileinkun orðaforða á öðru og erlendu máli, diplóma í kennslufræði árið 2008 og BA-prófi í ensku frá Háskóla Íslands árið 2006. Hún er um þessar mundir að ljúka við doktorsrannsókn á viðhorfi ungra nemenda til ensku á Íslandi og tileinkun þeirra á orðaforða í ensku.

Rannsóknasvið Ásrúnar lúta að tileinkun orðaforða í öðrum og erlendum málum, annarsmálsfræðum, rannsóknaraðferðum í tungumálakennslu og notkun upplýsingatækni í kennslu.

Áður en Ásrún kom til starfa sem aðjunkt við Deild erlendra tungumála, bókmennta og málvísinda hafði hún starfað sem stundakennari í ensku við deildina frá árinu 2008, þar sem hún kenndi meðal annars málnotkun, ritun og tileinkun orðaforða á ensku.

Aðsetur: Nýi-Garður, Skrifstofa 010, sími 525-4527, netfang: asrunjo@hi.is

 

Asta_IngibjartsdottirÁsta Ingibjartsdóttir er aðjunkt í frönskum fræðum við Háskóla Íslands.

Ásta lauk mastersprófi í málvísindum með áherslu á kennslu í frönsku sem erlends máls. Ritgerðin fjallar um stöðu nemandans í orðræðu kennslufræðinnar.

Rannsóknasvið hennar er þjálfun talaðs máls og notkun leiklistar í þeirri þjálfun.

Aðsetur: Nýi-Garður, skrifstofa 318, sími 525-4569, netfang: astaingi@hi.is

Heimasíða Ástu Ingibjartsdóttur

 

Birna_ArnbjornsdottirBirna Arnbjörnsdóttir er prófessor í annarsmálsfræðum við Háskóla Íslands.

Birna lauk doktorsnámi í almennum málvísindum frá Texas-háskóla í Austin í Bandaríkjunum árið 1990, meistaraprófi frá Háskólanum í Reading í Englandi árið 1977 og BA-prófi frá Háskóla Íslands árið 1975.

Rannsóknir hennar eru á sviði hagnýtra málvísinda, m.a. máltileinkunar, íslensku sem annars máls, fjarkennslu tungumála og ensku sem samskiptamáls. Birna hefur verið verkefnisstjóri Icelandic Online frá upphafi og stýrt þróun The English Game. Síðastliðin fimm ár hefur hún, í samvinnu við Hafdísi Ingvarsdóttur prófessor, unnið að rannsókn á stöðu ensku á Íslandi sem styrkt er af Rannsóknamiðstöð Íslands og Rannsóknasjóði Háskóla Íslands.

Aðsetur: Nýi-Garður. skrifstofa 237, sími 525-4558, netfang: birnaarn@hi.is.

Heimasíða Birnu Arnbjörnsdóttur

 

Erla_ErlendsdottirErla Erlendsdóttir er dósent í spænsku við Háskóla Íslands.

Erla lauk doktorsnámi í spænskum fræðum frá Háskólanum í Barcelona á Spáni árið 2003, meistaraprófi frá sama háskóla 1999 og Mag.Art.-prófi frá Georg-August-háskólanum í Göttingen í Þýskalandi árið 1988. Hún stundaði nám í portúgölskum og brasilískum fræðum við Ludwig-Maximilians-háskólann í München (Zwischenprüfung 1993) og lauk Zwischenprüfung frá Georg-August-háskólanum í Göttingen árið 1986.

Helstu rannsóknasvið Erlu eru mál og menning spænskumælandi þjóða, félagsmálvísindi, orðfræði, orðsifjafræði, orðabókafræði, bókmenntir Spánar og Kúbu, þýðingar, krónikur og skrif um landafundina.

Um þessar mundir vinnur hún að bók um tökuorð úr tungumálum frumbyggja Suður- og Mið-Ameríku í spænsku og öðrum Evrópumálum. Einnig hefur hún í bígerð bók sem hefur að geyma smásögur spænskra kvenna á 20. og 21. öld (Raddir frá Spáni), sem og fræðilega útgáfu á íslenskum þýðingum á spænskum krónikum og þáttum frá 17., 18. og 19. öld. Að auki vinnur hún að rannsóknaverkefninu Tengsl Spánar og Íslands í gegnum tíðina.

Aðsetur: Nýi-Garður. skrifstofa 10, sími 525-4565, netfang: erlaerl@hi.is

Heimasíða Erlu Erlendsdóttur

 

Eyjolfur_Mar_SigurdssonEyjólfur Már Sigurðsson er forstöðumaður Tungumálamiðstöðvar Háskóla Íslands.

Eyjólfur lauk M.A. prófi í kennslufræði tungumála frá Université Paris III Sorbonne Nouvelle árið 1996. Í störfum sínum fyrir Tungumálamiðstöðina hefur Eyjólfur fyrst og fremst fengist við nemendastýrt tungumálanám, nemendasjálfræði og notkun upplýsingatækni við tungumálanám og kennslu.

Aðsetur: Nýi-Garður, skrifstofa 006, sími 525-4593, netfang: ems@hi.is

Heimasíða Eyjólfs Más Sigurðssonar

 

Mynd af Francois FransFrançois Heenen er aðjúnkt í frönsku við Háskóla Íslands.

François lauk doktorsnámi í málvísindum með áherslu á indóevrópska samanburðarmálfræði frá Háskólanum í Vín í Austurríki árið 2002, MA-gráðu í frönskum fræðum frá Háskóla Íslands árið 2012 og BA-gráðu í almennum málvísindum frá Háskóla Íslands árið 1989.

Rannsóknasvið hans er samanburðarmálfræði með sérstakri áherslu á þróun indóíranskra mála, merkingarfræði og málnotkunarfræði.

Um þessar mundir er François að rannsaka hlutverk og merkingu ýmissa sagnmynda á frönsku, svo sem imparfait og futur simple.

Aðsetur: Nýi-Garður, skrifstofa 117, sími 525-4073, netfang: ffh@hi.is

Heimasíða François Heenen

 

Mynd af GautaGauti Kristmannsson er prófessor í þýðingafræði við Háskóla Íslands.

Gauti lauk doktorsnámi í þýðingafræði, ensku, þýsku og menningarfélagsfræði frá Johannes Gutenberg-háskólanum í Mainz/Germersheim árið 2001. Hann lauk meistaraprófi í skoskum bókmenntum frá Edinborgarháskóla árið 1991, BA-gráðu í ensku við Háskóla Íslands 1987 og hlaut löggildingu sem skjalaþýðandi og dómtúlkur sama ár.

Rannsóknasvið Gauta eru almenn þýðingafræði, enskar og þýskar bókmenntir, upplýsingin í Evrópu, þýðingasaga, málstefna á Íslandi og annars staðar og íslenskar samtímabókmenntir.

Aðsetur: Aðalbygging, skrifstofa 329, sími 525-4192, netfang: gautikri@hi.is

Heimasíða Gauta Kristmannssonar

 

Geir_SigurdssonGeir Sigurðsson er dósent í kínverskum fræðum og forstöðumaður Konfúsíusarstofnunarinnar Norðurljósa og ASÍS – Asíuseturs Íslands við Háskóla Íslands.

Geir lauk doktorsnámi í heimspeki með áherslu á kínversk-vestræna samanburðarheimspeki frá Havaí-háskóla í Bandaríkjunum árið 2004. Á árunum 2001-2003 stundaði hann nám í kínversku og heimspeki við Renmin-háskóla í Peking í Kína og 1998-1998 kínverskunám við Háskólann í Kiel í Þýskalandi. Hann lauk meistaraprófi í heimspeki frá Cork-háskóla á Írlandi árið 1997 og BA-gráðu í heimspeki og félagsfræði frá Háskóla Íslands árið 1994.

Rannsóknir Geirs snúast öðru fremur um samanburð á kínverskri og vestrænni heimspeki og taka einkum á menntun, siðfræði, viðhorfum til samfélags og náttúru, einstaklingsþroska og lífslist. Á seinni árum hefur hann lagt áherslu á konfúsíanisma, daoisma og fyrirbærafræði.

Aðsetur: Nýi-Garður, skrifstofa 101, sími 525-4157, netfang: geirs@hi.is

Heimasíða Geirs Sigurðssonar

 

Geir_Thorarinn_ThorarinssonGeir Þórarinn Þórarinsson er aðjunkt og greinarformaður í grísku og latínu við Háskóla Íslands.

Geir lauk MA-gráðu í klassískum fræðum með áherslu á heimspeki fornaldar og klassískar bókmenntir frá Princeton-háskóla í Bandaríkjunum og vinnur að doktorsritgerð við sama skóla. Hann lauk BA gráðu í heimspeki, grísku og latínu frá Háskóla Íslands árið 2004.

Aðsetur: Gimli, skrifstofa 315, sími 525-4528, netfang: gtt@hi.is

Heimasíða Geirs Þórarins Þórarinssonar

 

Gisli_MagnussonGísli Magnússon er lektor í dönskum bókmenntum við Háskóla Íslands.

Aðsetur: Nýi-Garður, skrifstofa 120, netfang: gislim@hi.is

Heimasíða Gísla Magnússonar.

 

 

Gro-Tove_SandmarkGro Tove Sandsmark er sendikennari í norsku við Háskóla Íslands.

Gro Tove lauk cand.philol.-prófi í norrænum fræðum frá Oslóarháskóla árið 1996 og B.phil.Isl.-prófi frá Háskóla Íslands árið 1997. Hún hlaut árið 2011 „førstelektorkompetanse“ við Háskólann í Þelamörk.

Rannsóknasvið hennar eru norskar og íslenskar bókmenntir, kynjafræði og þýðingar.

Aðsetur: Nýi-Garður, skrifstofa 119, sími 525-4560, netfang: grotove@hi.is

Heimasíða Gro Tove Sandsmark

 

Mynd af GuðrúnuGuðrún Björk Guðsteinsdóttir er prófessor í enskum bókmenntum við Háskóla Íslands.

Guðrún lauk doktorsnámi frá Alberta-háskóla í Kanada í enskum bókmenntum árið 1993, meistaraprófi frá sama skóla árið 1985 og BA-prófi frá Háskóla Íslands árið 1982.

Rannsóknasvið hennar er sér í lagi rithefð Íslendinga og afkomenda þeirra í Norður-Ameríku. Guðrún er fyrrverandi formaður og nú varaformaður Nordic Association for Canadian Studies (NACS) á Íslandi. Hún leiðir nýtt alþjóðlegt meistaranám í Ameríkufræðum sem boðið er í samvinnu greinanna ensku, frönsku og spænsku við Háskóla Íslands.

Aðsetur: Nýi-Garður, skrifstofa 204, sími 525-4453, netfang: gsteins@hi.is

Heimasíða Guðrúnar Bjarkar Guðsteinsdóttur

 

Gudrun_HaraldsdottirGuðrún Haraldsdóttir verkefnisstjóri við rannsóknir í dönsku við Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur.

Guðrún lauk cand.arch.-gráðu í almennri byggingarlist frá Arkitektskolen í Árósum í Danmörku árið 1994 og BA-prófi í dönsku frá Háskóla Íslands árið 2006.

Guðrún er verkefnisstjóri við þróun máltækis sem ætlað er til dönskukennslu í íslenskum, grænlenskum og færeyskum skólum og mun auðvelda nemendum að tjá sig á dönsku. Hún vinnur einnig við þýðingar í tengslum við samanburðarrannsókn á föstum orðatiltækjum í dönsku og íslensku og hönnun máltækisins www.frasar.net sem auðveldar Íslendingum að tjá sig munnlega og skriflega á dönsku. Guðrún hefur einnig tekið þátt í vinnu við rannsóknina Á mótum danskrar og íslenskrar menningar. Danir á Íslandi 1900-1970.

Aðsetur: Nýi-Garður, netfang: guh1@hi.is

 

Gudrun_KristinsdottirGuðrún Kristinsdóttir er verkefnisstjóri Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum.

Guðrún lauk MBA-gráðu við ESCP Europe viðskiptaháskólann í París árið 2003, BA-prófi í frönsku og almennri bókmenntafræði frá Háskóla Íslands árið 1997 og leiklistarnámi í París árið 1994.

Hún hefur m.a. starfað sem leiðsögumaður fyrir franska ferðamenn, kennari hjá Alliance française í Reykjavík, verið umsjónarmaður sendifulltrúa hjá Rauða krossi Íslands, svæðisstjóri í Frakklandi fyrir Ferðamálaráð Íslands, verkefnisstjóri á viðskiptaskrifstofu sendiráðs Íslands í París, aðstoðarmaður við rannsóknir í Harvard Business School Europe Research Center í París og aðstoðarmaður þingkonu í neðri deild franska þjóðþingsins.

Aðsetur: Nýi-Garður, skrifstofa 103, sími 525-4191, netfang: gudrunkr@hi.is.

 

Gunnella_ThorgeirsdottirGunnella Þorgeirsdóttir er aðjunkt og greinarformaður í japönsku

Gunnella lauk meistaraprófi í þjóðfræði frá Sheffield-háskóla í Englandi árið 2006 og er nú doktorsnemi við sama skóla í Austur-Asíufræðum.

Doktorsritgerð hennar fjallar um hjátrú og helgisiði tengda meðgöngu í japönsku samfélagi og nam Gunnella við Kokugakuin-háskóla í Tókýó á árunum 2006-2008 meðan á rannsókninni stóð.

Aðaláherslur í rannsóknum hennar eru japanskir þjóðhættir og hátíðir, þjóðfræði samtímans, flökkusagnir og kímnigáfa.

Aðsetur: Nýi-Garður, skrifstofa 114, sími 525-4406, netfang: gunnella@hi.is

Heimasíða Gunnellu Þorgeirsdóttur

 

HafdísHafdís Ingvarsdóttir er prófessor emerita í menntunarfræði með kennslu erlendra tungumála sem sérsvið við Háskóla Íslands.

Hafdís lauk doktorsnámi í menntunarfræði með áherslu á enskukennslu frá Reading-háskóla í Bretlandi árið 2003 og meistaraprófi í hagnýtum málvísindum frá sama skóla 1993. Hún stundaði framhaldsnám í dönsku máli og bókmenntum við Kaupmannahafnarháskóla 1969-1971 og lauk BA-gráðu frá Háskóla Íslands árið 1968 í dönsku og sögu.

Í rannsóknum sínum hefur Hafdís beint sjónum að menntun tungumálakennara, tungumálanámi, tungumálakennslu og fagmennsku kennara. Einnig hefur hún stundað rannsóknir á viðhorfum tungumálakennara til breytinga á kennsluháttum. Hún hefur sérhæft sig í eigindlegri aðferðafræði, einkum lífssögurannsóknum og starfendarannsóknum.

Síðastliðin fimm ár hefur hún, í samvinnu við Birnu Arnbjörnsdóttur prófessor, unnið að rannsókn á stöðu ensku á Íslandi.

Hafdís var fyrsti formaður STÍL – Samtaka tungumálakennara á Íslandi.

Aðsetur: Oddi, skrifstofa 221, sími 525-4506, netfang: hei@hi.is

Heimasíða Hafdísar Ingvarsdóttur

 

HólmfríðurHólmfríður Garðarsdóttir er prófessor í spænsku við Háskóla Íslands.

Hólmfríður lauk doktorsnámi í bókmenntum og spænsku með áherslu á bókmenntir Rómönsku Ameríku frá Texas-háskóla í Austin í Bandaríkjunum árið 2001, meistaraprófi frá sama háskóla árið 1996, B.Ed.-prófi frá Háskóla Íslands árið 1993 og BA-gráðu í spænsku frá Háskóla Íslands árið 1988.

Rannsóknasvið hennar er kvikmyndasaga og kvikmyndagerð í Rómönsku Ameríku samtímans, bókmenntir minnihlutahópa í Mið-Ameríku með sérstakri áherslu á bókmenntir frá Karíbahafsstönd landa eins og Kosta Ríka, Panama, Níkaragva og Hondúras og bókmenntir Rómönsku Ameríku með áherslu á samtímabókmenntir skrifaðar af konum og þá einkum bókmenntir argentínskra kvenna eftir 1990.

Um þessar mundir vinnur Hólmfríður að bók um málefni minnihlutahópa við Karíbahafsströnd Mið-Ameríkuríkja.

Aðsetur: Nýi-Garður, skrifstofa 108, sími 525-5186, netfang: holmfr@hi.is.

Heimasíða Hólmfríðar Garðarsdóttur

 

Hulda_Kristin_JonsdottirHulda Kristín Jónsdóttir er aðjunkt í ensku við Háskóla Íslands.

Hulda Kristín lauk MA-prófi árið 2008 í ensku frá Háskóla Íslands og BA-prófi frá sama skóla árið 2006. Hún leggur nú lokahönd á doktorsritgerð sína í enskum málvísindum.

Hún hefur kennt ensku við Háskóla Íslands og við Endurmenntun Háskóla Íslands frá árinu 2008. Jafnframt hefur hún umtalsverða reynslu af námskeiðahaldi, kennslu og sérfræðiráðgjöf jafnt fyrir opinberar stofnanir og einkafyrirtæki.

Aðsetur: Nýi-Garður, Skrifstofa 010, sími 525-4527, netfang: hkj2@hi.is

 

 

Ingibjorg_AgustsdottirIngibjörg Ágústsdóttir er lektor í 19. og 20. aldar breskum bókmenntum við Háskóla Íslands.

Ingibjörg lauk doktorsnámi í skoskum bókmenntum við Háskólann í Glasgow árið 2001. Hún lauk meistaraprófi í ensku frá Háskóla Íslands árið 1995 og BA-prófi í ensku frá sama skóla árið 1993.

Rannsóknasvið hennar eru breskar 19., 20. og 21. aldar bókmenntir, skoskar bókmenntir á 20. og 21. öld og sögulegar bókmenntir frá 19. öld fram til dagsins í dag.

Ingibjörg vinnur um þessar mundir að rannsóknum um Tudor-tímabilið í sögulegum skáldskap og viðhorf til þess meðal lesenda og rithöfunda, um skosku sögulegu skáldsöguna og hugsanlegt sjálfstæði Skotlands og um skoskar samtímabókmenntir, einkum verk rithöfundarins Robins Jenkins.

Aðsetur: Nýi-Garður, skrifstofa 217, sími 525-4190, netfang: ingibjoa@hi.is

Heimasíða Ingibjargar Ágústsdóttur

 

Irma_ErlingsdottirIrma Erlingsdóttir er dósent í frönskum samtímabókmenntum við Háskóla Íslands.

Irma lauk doktorsnámi í frönskum samtímabókmenntum frá Sorbonne-háskóla í París árið 2012, DEA-prófi í samtímabókmenntum frá Université Paris VIII (Vincennes) árið 1995, meistaraprófi í samtímabókmenntum frá Paul-Valéry háskóla í Montpellier árið 1994, licence-prófi frá sama skóla árið 1993 og BA-gráðu í frönsku frá Háskóla Íslands árið 1992.

Rannsóknasvið Irmu eru franskar bókmenntir og heimspeki, menningarfræði, kynjafræði og samtímasaga. Irma hefur skrifað greinar, ritstýrt bókum og skipulagt ráðstefur og viðburði. Árið 2000 var hún ráðin forstöðumaður Rannsóknastofu í kvenna- og kynjafræðum við Háskóla Íslands og gegnir hún enn þeirri stöðu. Irma er enn fremur framkvæmdastjóri EDDU – öndvegisseturs og Alþjóðlegs jafnréttisskóla (GEST) við Háskóla Íslands en báðum verkefnunum var ýtt úr vör árið 2009.

Aðsetur: Nýi-Garður, skrifstofa 115, sími 525-4634, netfang: irma@hi.is

Heimasíða Irmu Erlingsdóttur

 

JessicaJessica Guse er sendikennari í þýsku við Háskóla Íslands með áherslu á menningarmiðlun.

Jessica lauk MA-prófi í þýsku sem öðru máli og menningarmiðlun frá Freie Universität í Berlín árið 2011 og meistaraprófi í þýskum bókmenntum, miðaldasögu og listasögu frá Technische Universität í Berlín árið 2009.

Hún vinnur nú að doktorsritgerð um notkun ljóðaslamms í tungumálakennslu.

Aðsetur: Nýi-Garður, skrifstofa 111, sími 525-4566. Netfang: jessica@hi.is

Heimasíða Jessica Guse

 

Jia_YuchengJia Yucheng er sendikennari í kínversku við Háskóla Íslands á vegum Konfúsíusarstofnunarinnar Norðurljós.

Jia lauk MA-gráðu í þýðingafræði frá South Central University í Hunan-héraði í Kína árið 2002. Hann gegnir stöðu dósents við deild erlendra tungumála í Ningbo-háskóla í Kína. Jia kennir kínversku og kínverska málnotkun.

Aðsetur: Nýi-Garður, skrifstofa 101, sími 525-4157, netfang:yj@hi.is

Heimasíða Jia Yucheng

 

Julian_Meldon_D´ArcyJúlían Meldon D´Arcy er prófessor í enskum bókmenntum við Háskóla Íslands.

Júlían lauk doktorsnámi í skoskum bókmenntum frá Aberdeen-háskóla í Bretlandi árið 1991, meistaraprófi frá Lancaster-háskóla árið 1971, B.Ed.-prófi frá St. Martin’s College í Lancaster í Bretlandi 1972 og BA-gráðu í ensku máli og bókmenntum frá Lancaster-háskóla árið 1970.

Rannsóknasvið hans eru breskar og skoskar bókmenntir, sérstaklega skáldsagnagerð á 19. og 20. öld, og bandarískar og evrópskar íþróttabókmenntir.

Um þessar mundir vinnur Júlían að nýrri bók um amerískan fótbolta í bandarískum bókmenntum, auk þess sem hann er að þýða ýmis verk eftir Þórberg Þórðarson.

Aðsetur: Nýi-Garður, skrifstofa 205, sími 525-4450, netfang: jaydarcy@hi.is

Heimasíða Júlíans Meldon D´Arcy

 

Kristin_Gudrun_JonsdottirKristín Guðrún Jónsdóttir er lektor í spænsku við Háskóla Íslands.

Kristín lauk doktorsnámi í rómönsk-amerískum fræðum frá Arizona State University 2004. Hún lauk meistaraprófi í spænskum og rómönsk-amerískum bókmenntum frá Madrídardeild New York University í Madríd 1986 og BA-gráðu í spænsku frá Universidad del Sagrado Corazón í Púertó Ríkó árið 1983. Einnig stundaði hún nám í bókmenntum spænskumælandi landa við Universidad Nacional Autónoma í Mexíkóborg 1981-1982 og nám í spænskum fræðum við Universidad Complutense í Madríd 1979-1981.

Rannsóknasvið hennar er bókmenntir og alþýðutrú á landamærum Mexíkós og Bandaríkjanna, alþýðudýrlingar Rómönsku Ameríku, smásagan og örsagan í Rómönsku Ameríku, bókmenntir á spænskumælandi eyjum í Karíbahafi og þýðingar.

Um þessar mundir vinnur Kristín að tveimur þýðingaverkefnum: úrvalssafni örsagna frá Rómönsku Ameríku og safni mexíkóskra smásagna. Einnig vinnur hún að rannsóknaverkefninu Tengsl Spánar og Íslands í gegnum tíðina. Bók hennar um alþýðudýrlinga í Mexíkó er rétt óútkomin í Mexíkó hjá rannsóknastofnuninni El Colegio de la Frontera Norte.

Aðsetur: Nýi-Garður, skrifstofa 317, sími 525-4958, netfang: krjons@hi.is

Heimasíða Kristínar Guðrúnar Jónsdóttur

 

Lars_Goran_JohanssonLars-Göran Johansson er lektor í sænsku við Háskóla Íslands

Lars-Göran lauk fil.mag.-gráðu í norrænum tungumálum og bókmenntum frá Háskólanum í Uppsölum árið 1974 ásamt kennslufræði frá Háskólanum í Linköping 1977.

Rannsóknasvið Lars-Görans eru sænskar samtímabókmenntir.

Aðsetur: Norræna húsið, sími 525-4043, netfang: larsj@hi.is.

Heimasíða Lars-Göran Johansson

 

Liu_KailiangLiu Kailiang er sendikennari í kínversku á vegum Konfúsíusarstofnunarinnar Norðurljósa.

Liu lauk MA-gráðu í almennum málvísindum frá South Central University í Hunan-héraði í Kína árið 2003. Hún gegnir stöðu lektors við deild erlendra tungumála í Ningbo-háskóla í Kína. Liu kennir kínversku og kínverska texta.

Aðsetur: Nýi-Garður, skrifstofa 101, sími 525-4157, netfang: kailiang@hi.is

Heimasíða Liu Kailiang

 

Magnus_FjalldalMagnús Fjalldal er prófessor í ensku við Háskóla Íslands.

Magnús lauk doktorsnámi í enskum bókmenntum og germönskum miðaldafræðum frá Harvard-háskóla árið 1985. Hann hafði áður lokið cand.mag.-prófi í ensku og BA-gráðu í ensku og íslensku frá Háskóla Íslands.

Rannsóknasvið hans hefur aðallega verið enskar og íslenskar miðaldabókmenntir.

Um þessar mundir er Magnús einkum að rannsaka viðtökur íslenskra miðaldabókmennta í Englandi á 17. og 18. öld.

Aðsetur: Nýi-Garður, stofa 203; sími: 525-4454, veffang: mafja@hi.is.

Heimasíða Magnúsar Fjalldal

 

Magnus_SigurdssonMagnús Sigurðsson er aðjunkt í þýsku við Háskóla Íslands.

Magnús lauk meistaraprófi í þýsku sem erlendu máli frá Heidelberg-háskóla í Þýskalandi árið 1983.

Rannsóknaáhugi Magnúsar beinist að málnotkun Íslendinga sem læra þýsku, þýðingum og orðabókanotkun.
 

Aðsetur: Nýi-Garður, skrifstofa 310, sími 525-4331, netfang: msig@hi.is.

Heimasíða Magnúsar Sigurðssonar

 

Martin_RegalMartin Regal er dósent í ensku við Háskóla Íslands.

Martin lauk doktorsnámi í breskum og bandarískum leikbókmenntum frá Kaliforníuháskóla í Davis 1991, meistaraprófi í ensku frá sama háskóla 1983, og BA-gráðu frá Reading-háskóla árið 1975.

Rannsóknir hans eru á aðallega á sviði aðlögunar- og kvikmyndafræði. Hann hefur einnig þýtt fjölmörg íslensk forn- og nútímabókmenntaverk, auk annarra verka.

Um þessar mundir er hann að ljúka bók um harmleikinn sem bókmenntagrein. Martin kenndi fyrst í Háskóla Íslands árið 1976 en hefur einnig kennt í Bandaríkjunum, við Stokkhólmsháskóla og Kungliga Tekniska Högskolan í Stokkhólmi.

Aðsetur: Nýi-Garður, skrifstofa 219, sími 525-4452, netfang: regal@hi.is.

Heimasíða Martin Regal

 

Michele_BroccíaMichele Broccia er sendikennari í ítölsku við Háskóla Íslands.

Michele lauk meistaraprófi í enskum nútímabókmenntum frá Telematica Guglielmo Marconi-háskólanum í Róm árið 2009 en áður hafði hann lokið meistaraprófi í kennslufræðum frá sama háskóla. Michele er frá Sardiníu og þar lauk hann háskólanámi árið 1990 með áherslu á erlend tungumál og bókmenntir og fékk kennsluréttindi.

Michele kennir ítalskt mál og málvísindi og ítalska kvikmyndasögu.

Rannsóknir hans lúta að sardinskum bókmenntum, bæði á sardinsku og ítölsku.

Aðsetur: Nýi-Garður, skrifstofa 113, sími 525-4559, netfang: michele@hi.is.

Heimasíða Michele Broccia

 

Oddny_G._Sverrisdottir

Oddný G. Sverrisdóttir er prófessor í þýsku við Háskóla Íslands.

Oddný lauk doktorsnámi í þýskum fræðum, málvísindum og norrænu árið 1987 frá Westfälische Wilhelms háskólanum í Münster í Westfalen í Þýskalandi. Áður hafði hún lokið BA-gráðu í þýsku og bókasafnsfræði, auk kennsluréttindanáms frá Háskóla Íslands árið 1980.

Rannsóknasvið hennar er innan samanburðarmálvísinda, einkum á sviði orðtakafræði, svo og þýska sem erlent tungumál á Íslandi og miðlun menningar í ferðaþjónustu. Um þessar mundir vinnur Oddný að rannsókn á notkun orðtaka í þýskum og íslenskum textum og er rannsóknin byggð á rauntextum.

Aðsetur: Nýi-Garður. Skrifstofa 210, sími 525-4717, netfang: oddny@hi.is.

Heimasíða Oddnýjar G. Sverrisdóttur

 

Pernille_FolkmannPernille Folkmann er lektor í dönsku máli við Háskóla Íslands.

Pernille lauk cand.mag.-gráðu í dönsku frá Kaupmannahafnarháskóla árið 2009.

Rannsóknarsvíð hennar eru norræn nútímamál, máltileinkun, málkennsla, málstefna og orðræðugreining.

 

Aðsetur: Nýi-Garður, skrifstofa 106, sími 525-4226, netfang: pf@hi.is

 

Rebekka_ThrainsdottirRebekka Þráinsdóttir er aðjunkt í rússnesku við Háskóla Íslands.

Rebekka lauk meistaraprófi í rússnesku og rússneskum bókmenntum með áherslu á bókmenntir frá Ríkisháskólanum í Pétursborg árið 2003 og BA-gráðu í rússnesku frá Háskóla Íslands árið 2001.

Rannsóknasvið hennar eru rússneskar bókmenntir á 19. og 20. öld fram til 1930 og samtímabókmenntir skrifaðar af konum. Rebekka vinnur, ásamt Olgu Korotkovu, dósent við Lomonosov-háskólann í Moskvu, að gerð kennslubókar í rússneskum bókmenntum fyrir nemendur í rússnesku við Háskóla Íslands. Einnig vinnur hún að gerð smásagnasafns með þýddum verkum eftir rússneska kvenrithöfunda.

Aðsetur: Nýi-Garður, herbergi 109, sími: 5254424, netfang: rebekka@hi.is.

Heimasíða Rebekku Þráinsdóttur

 

Sigurdur_PeturssonSigurður Pétursson er lektor emeritus í grísku og latínu.

Sigurður lauk cand.mag.-prófi í latínu og grísku frá Ársósaháskóla í Danmörku vorið 1973.

Auk kennslu bæði í latínu og grísku við Háskóla Íslands frá hausti 1973, hefur Sigurður fengist við rannsóknir á ýmsum sviðum klassískra fræða en hefur þó einkum lagt áherslu á húmanisma almennt, áhrif hans hér á landi og þær bókmenntir sem Íslendingar sömdu á nýlatínu frá lokum sextándu aldar fram á nítjándu öld.

Sem stendur fæst Sigurður einkum við ritun fræðigreina og við það að semja inngang að þýðingu sinni á latínuriti eftir Jón Þorkelsson Skálholtsrektor frá 18. öld. Þar að auki vinnur hann að samantekt og yfirliti á latneskum kveðskap Íslendinga frá því á sextándu öld fram á þá tuttugustu.

Aðsetur : Nýi-Garður, skrifstofa 118, sími 525-4561, netfang: sigpet@hi.is.

Heimasíða Sigurðar Péturssonar

 

Stefano_RosattiStefano Rosatti er aðjunkt í ítölsku við Háskóla Íslands.

Stefano lauk meistaraprófi í kennslufræðum og útbreiðslu ítalskrar tungu og menningar frá Ca‘ Foscari-háskólanum í Feneyjum á Ítalíu árið 2005. Hann lauk laurea-gráðu í ítölskum bókmenntum frá Háskólanum í Genúa á Ítalíu árið 1996.

Rannsóknasvið hans eru ítalskar endurreisnar- og samtímabókmenntir. Um þessar mundir er Stefano að skoða ævi og verk ítölsku 16. aldar skáldkonunnar Isabellu Di Morra. Auk þess vinnur hann að rannsókn á ítölskum bókmenntum sem fjalla um fólksflutninga frá Ítalíu í lok 19. aldar og á öndverðri 20. öld. Hann vinnur einnig að þýðingu á skáldsögu Auðar Övu Ólafsdóttur á ítölsku.

Aðsetur: Nýi-Garður, skrifstofa 314, sími 525-4716, netfang: rosatti@hi.is.

Heimasíða Stefanos Rosatti.

 

Susanne_Antoinette_ElgumSusanne Antoinette Elgum er aðjunkt i dönsku við Háskóla Íslands.

Susanne lauk meistaraprófi í stjórnmálafræði frá Kaupmannahafnarháskóla árið 1997 og BA-gráðu í sálfræði frá sama skóla árið 2000.

Susanne kennir danskt mál og málnotkun, danska menningu og sögu, auk þess sem hún fjallar um þjóðfélag, fjölmiðla og stjórnmál í Danmörku í kennslu sinni.

Aðsetur: Nýi-Garður, skrifstofa 009, sími 525-5419, netfang: sae@hi.is.

Heimasíða Susanne Elgum

 

Wang_XiaWang Xia er sendikennari í kínversku á vegum Konfúsíusarstofnunarinnar Norðurljósa.

Wang lauk MA-gráðu í ensku frá Yanbian-háskóla í Jilin-héraði í Kína árið 2002.

Hún gegnir stöðu lektors við deild erlendra tungumála í Ningbo-háskóla í Kína.

Wang kennir kínverska texta, kínverska málnotkun og viðskiptakínversku.

Aðsetur: Nýi-Garður, skrifstofa 101, sími 525-4157, netfang: xw@hi.is

Heimasíða Wang Xia

 

Thorhallur_EythorssonÞórhallur Eyþórsson er prófessor í enskum málvísindum.

Þórhallur lauk doktorsnámi í málvísindum frá Cornell-háskóla árið 1995, meistaraprófi frá sama háskóla 1992 og meistaraprófi í indóevrópskri samanburðarmálfræði, grísku og latínu frá Ludwig-Maximilians háskóla í München árið 1986.

Helstu rannsóknasvið Þórhalls eru setningafræði norrænna og germanskra mála í sögulegu ljósi og almenn söguleg málvísindi, tilbrigði og breytileiki í íslensku og færeysku í samanburði við önnur norræn mál, þróun fallamörkunar og rökliðagerðar í indóevrópskum málum, gerð sögulegra gagnagrunna til notkunar í málvísindarannsóknum og loks samspil bragfræði og málfræði í forníslenskum kveðskap.

Þórhallur stjórnar nokkrum innlendum og erlendum rannsóknaverkefnum og er þátttakandi í mörgum alþjóðlegum samstarfsnetum og samtökum í málvísindum.

Aðsetur: Nýi-Garður, skrifstofa 206, sími 525-4456, netfang: tolli@hi.is

Heimasíða Þórhalls Eyþórssonar

 

Thorhildur_OddsdottirÞórhildur Oddsdóttir er aðjúnkt í dönsku við Háskóla Íslands.

Þórhildur lauk meistaraprófi frá Háskóla Íslands árið 2004 með áherslu á kennslufræði tungumála, einkum orðaforðatileinkun í erlendum málum. Hún stundaði nám við Kaupmannahafnarháskóla 2002 og Háskólann í Óðinsvéum 1978-1980, lauk uppeldis- og kennslufræði árið 1989 frá Háskóla Íslands og BA-gráðu í dönsku árið 1978 frá sama skóla.

Rannsóknasvið hennar er tileinkun erlendra tungumála, tölvustudd tungumálakennsla og skyldleiki orðaforða dönsku og íslensku. Hún vinnur að rannsókn á þróun orðaforða og notkun orðasambanda í ritmáli málnema og bók er sem hefur að geyma smásögur danskra kvenna á 20. og 21. öld (Raddir frá Danmörku) í samvinnu við Annemette Hejlsted.

Aðsetur: Nýi-Garður, skrifstofa 316, sími 525-5208, netfang: thorhild@hi.is.

Heimasíða Þórhildar Oddsdóttur

 

GESTAKENNARAR

Johanna_BarddalJóhanna Barðdal er gestaprófessor við Deild erlendra tungumála, bókmennta og málvísinda við Háskóla Íslands.

Jóhanna er rannsóknaprófessor í málvísindum við Háskólann í Gent í Belgíu. Hún lauk doktorsnámi í norrænum málvísindum frá Lundarháskóla árið 2001 og B.A. prófi í íslensku og þýsku frá Háskóla Íslands árið 1992. Rannsóknarsvið Jóhönnu lýtur að föllum, þróun fallmörkunar, tengslum falla og málfræðihlutverka, tengslum falla og merkingarflokka sagna, pörun setningarlegra og merkingarlegra eiginleika í tákn, virkni og tilbrigðum í föllum og rökliðagerðum, sögulegum samanburðarrannsóknum, ásamt setningalegri og merkingarlegri endurgerð.

Sjá nánar hér.

Netfang Jóhönnu er: Johanna.Barddal@ugent.be

Viola MiglioViola G. Miglio er gestadósent við Deild erlendra tungumála, bókmennta og málvísinda við Háskóla Íslands.

Viola er dósent í málvísindum í deild spænsku og portúgölsku við Kaliforníuháskóla í Santa Barbara. Hún stjórnar framhaldsnámi í spænskum málvísindum og tungumálamiðstöð deildarinnar og situr í Barandiaran-stöðu (e. Endowed Chair) í baskneskum fræðum. Rannsóknir hennar liggja á mótum bókmennta og málvísinda, á sviði orðræðugreiningar, rannsókna á rómönskum og germönskum málum, málbreytinga, baskneskra fræða og þýðinga. Árið 2014 var hún samþykkt sem gestadósent við Deild erlendra tungumála, bókmennta og málvísinda við Háskóla Íslands.

Netfang Violu er miglio@spanport.ucsb.edu

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is