Ásdís R. Magnúsdóttir

Ásdís R. Magnúsdóttir er prófessor í frönsku máli og bókmenntum við Háskóla Íslands.

Ásdís lauk doktorsnámi í frönskum bókmenntum frá Stendhal-háskólanum (Grenoble III) í Grenoble í Frakklandi árið 1997. Hún lauk DEA-prófi frá sama skóla árið 1993, meistaraprófi árið 1992 og licence-prófi árið 1991. Rannsóknir hennar eru einkum á sviði franskra bókmennta: miðaldabókmennta, miðaldaskáldsögunnar, riddarasagna, þýðinga og smásagna.

Ásdís vinnur að íslenskri þýðingu á Lancelot ou le Chevalier de la charrette (Lancelot eða kerruriddaranum) eftir Chrétien de Troyes og þremur ritgerðasöfnum (L’Envers et l’Endroit, Noces, L’Été) eftir Albert Camus sem gert er ráð fyrir að komi út árið 2014. Hún er þátttakandi í verkefninu Raddir kvenna – Smásögur og vinnur að gerð smásagnasafns með verkum eftir ýmsa franska kvenrithöfunda (Marie de France, Marguerite de Navarre, Madame de La Fayette, George Sand, Colette, Marguerite Yourcenar o.fl.). Hún er þátttakandi í verkefninu La matière arthurienne aux XIVe-XVIe siècles en Europe og vinnur m.a. að rannsóknum á miðaldaþýðingum og útbreiðslu „efniviðarins frá Bretagne“.

Aðsetur: Nýi-Garður, Skrifstofa 104, sími 525-4569,

netfang: asdisrm@hi.is

Heimasíða Ásdísar Magnúsdóttur.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is