Erla Erlendsdóttir

Erla Erlendsdóttir er prófessor í spænsku við Háskóla Íslands.

Erla lauk doktorsnámi í spænskum fræðum frá Háskólanum í Barcelona á Spáni árið 2003, meistaraprófi frá sama háskóla 1999 og Mag.Art.-prófi frá Georg-August-háskólanum í Göttingen í Þýskalandi árið 1988. Hún stundaði nám í portúgölskum og brasilískum fræðum við Ludwig-Maximilians-háskólann í München (Zwischenprüfung 1993) og lauk Zwischenprüfung frá Georg-August-háskólanum í Göttingen árið 1986.

Helstu rannsóknasvið Erlu eru mál og menning spænskumælandi þjóða, félagsmálvísindi, orðfræði, orðsifjafræði, orðabókafræði, bókmenntir Spánar og Kúbu, þýðingar, krónikur og skrif um landafundina.

Um þessar mundir vinnur hún að bók um tökuorð úr tungumálum frumbyggja Suður- og Mið-Ameríku í spænsku og öðrum Evrópumálum. Einnig hefur hún í bígerð bók sem hefur að geyma smásögur spænskra kvenna á 20. og 21. öld (Raddir frá Spáni), sem og fræðilega útgáfu á íslenskum þýðingum á spænskum krónikum og þáttum frá 17., 18. og 19. öld. Að auki vinnur hún að rannsóknaverkefninu Tengsl Spánar og Íslands í gegnum tíðina.

Rannsóknir á sviði málvísinda.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is