Guðrún Haraldsdóttir

Guðrún Haraldsdóttir verkefnisstjóri við rannsóknir í dönsku við Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur.

Guðrún lauk cand.arch.-gráðu í almennri byggingarlist frá Arkitektskolen í Árósum í Danmörku árið 1994 og BA-prófi í dönsku frá Háskóla Íslands árið 2006.

Guðrún er verkefnisstjóri við þróun máltækis sem ætlað er til dönskukennslu í íslenskum, grænlenskum og færeyskum skólum og mun auðvelda nemendum að tjá sig á dönsku. Hún vinnur einnig við þýðingar í tengslum við samanburðarrannsókn á föstum orðatiltækjum í dönsku og íslensku og hönnun máltækisins www.frasar.net sem auðveldar Íslendingum að tjá sig munnlega og skriflega á dönsku. Guðrún hefur einnig tekið þátt í vinnu við rannsóknina Á mótum danskrar og íslenskrar menningar. Danir á Íslandi 1900-1970.

Aðsetur: Nýi-Garður,

netfang: guh1@hi.is

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is