Ingibjörg Ágústsdóttir

Ingibjörg Ágústsdóttir er dósent í 19. og 20. aldar breskum bókmenntum við Háskóla Íslands.

Ingibjörg lauk doktorsnámi í skoskum bókmenntum við Háskólann í Glasgow árið 2001. Hún lauk meistaraprófi í ensku frá Háskóla Íslands árið 1995 og BA-prófi í ensku frá sama skóla árið 1993.

Rannsóknasvið hennar eru breskar 19., 20. og 21. aldar bókmenntir, skoskar bókmenntir á 20. og 21. öld og sögulegar bókmenntir frá 19. öld fram til dagsins í dag.

Ingibjörg vinnur um þessar mundir að rannsóknum um Tudor-tímabilið í sögulegum skáldskap og viðhorf til þess meðal lesenda og rithöfunda, um skosku sögulegu skáldsöguna og hugsanlegt sjálfstæði Skotlands og um skoskar samtímabókmenntir, einkum verk rithöfundarins Robins Jenkins.

Aðsetur: Veröld - hús Vigdísar, skrifstofa 305, sími 525-4190,

netfang: ingibjoa@hi.is

Heimasíða Ingibjargar Ágústsdóttur

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is