Kristín Guðrún Jónsdóttir

Kristín Guðrún Jónsdóttir er dósent í spænsku við Háskóla Íslands.

Kristín lauk doktorsnámi í rómönsk-amerískum fræðum frá Arizona State University 2004. Hún lauk meistaraprófi í spænskum og rómönsk-amerískum bókmenntum frá Madrídardeild New York University í Madríd 1986 og BA-gráðu í spænsku frá Universidad del Sagrado Corazón í Púertó Ríkó árið 1983. Einnig stundaði hún nám í bókmenntum spænskumælandi landa við Universidad Nacional Autónoma í Mexíkóborg 1981-1982 og nám í spænskum fræðum við Universidad Complutense í Madríd 1979-1981.

Rannsóknasvið hennar er bókmenntir og alþýðutrú á landamærum Mexíkós og Bandaríkjanna, alþýðudýrlingar Rómönsku Ameríku, smásagan og örsagan í Rómönsku Ameríku, bókmenntir á spænskumælandi eyjum í Karíbahafi. Auk þess sinnir hún þýðingum. 

Um þessar mundir vinnur Kristín að úrvalssafni örsagna frá Rómönsku Ameríku. Hún er í ritstjórn ritraðarinnar Smásögur heimsins. Einnig vinnur hún að rannsóknaverkefninu Tengsl Íslands og Spánar í tímans rás. 

Aðsetur: Veröld - hús Vigdísar, skrifstofa 308, sími 525-4958,

netfang: krjons@hi.is

Heimasíða Kristínar Guðrúnar Jónsdóttur

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is