Rebekka Þráinsdóttir

Rebekka Þráinsdóttir er aðjunkt í rússnesku við Háskóla Íslands.

Rebekka lauk meistaraprófi í rússnesku og rússneskum bókmenntum með áherslu á bókmenntir frá Ríkisháskólanum í Pétursborg árið 2003 og BA-gráðu í rússnesku frá Háskóla Íslands árið 2001.

Rannsóknasvið hennar eru rússneskar bókmenntir á 19. og 20. öld fram til 1930 og samtímabókmenntir skrifaðar af konum. Rebekka vinnur, ásamt Olgu Korotkovu, dósent við Lomonosov-háskólann í Moskvu, að gerð kennslubókar í rússneskum bókmenntum fyrir nemendur í rússnesku við Háskóla Íslands. Einnig vinnur hún að gerð smásagnasafns með þýddum verkum eftir rússneska kvenrithöfunda.

Aðsetur: Nýi-Garður, herbergi 109, sími: 5254424,

netfang: rebekka@hi.is.

Heimasíða Rebekku Þráinsdóttur

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is