Stefano Rosatti

Stefano Rosatti er aðjunkt í ítölsku við Háskóla Íslands.

Stefano lauk meistaraprófi í kennslufræðum og útbreiðslu ítalskrar tungu og menningar frá Ca‘ Foscari-háskólanum í Feneyjum á Ítalíu árið 2005. Hann lauk laurea-gráðu í ítölskum bókmenntum frá Háskólanum í Genúa á Ítalíu árið 1996.

Rannsóknasvið hans eru ítalskar endurreisnar- og samtímabókmenntir. Um þessar mundir er Stefano að skoða ævi og verk ítölsku 16. aldar skáldkonunnar Isabellu Di Morra. Auk þess vinnur hann að rannsókn á ítölskum bókmenntum sem fjalla um fólksflutninga frá Ítalíu í lok 19. aldar og á öndverðri 20. öld. Hann vinnur einnig að þýðingu á skáldsögu Auðar Övu Ólafsdóttur á ítölsku.

Aðsetur: Nýi-Garður, skrifstofa 314, sími 525-4716,

netfang: rosatti@hi.is.

Heimasíða Stefanos Rosatti.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is