Þórhildur Oddsdóttir

Þórhildur Oddsdóttir er aðjúnkt í dönsku við Háskóla Íslands.

Þórhildur lauk meistaraprófi frá Háskóla Íslands árið 2004 með áherslu á kennslufræði tungumála, einkum orðaforðatileinkun í erlendum málum. Hún stundaði nám við Kaupmannahafnarháskóla 2002 og Háskólann í Óðinsvéum 1978-1980, lauk uppeldis- og kennslufræði árið 1989 frá Háskóla Íslands og BA-gráðu í dönsku árið 1978 frá sama skóla.

Rannsóknasvið hennar er tileinkun erlendra tungumála, tölvustudd tungumálakennsla og skyldleiki orðaforða dönsku og íslensku. Hún vinnur að rannsókn á þróun orðaforða og notkun orðasambanda í ritmáli málnema og bók er sem hefur að geyma smásögur danskra kvenna á 20. og 21. öld (Raddir frá Danmörku) í samvinnu við Annemette Hejlsted.

Aðsetur: Nýi-Garður, skrifstofa 316, sími 525-5208,

netfang: thorhild@hi.is.

Heimasíða Þórhildar Oddsdóttur

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is