Viola G. Miglio

Viola G. Miglio er gestadósent við Deild erlendra tungumála, bókmennta og málvísinda við Háskóla Íslands.

Viola er dósent í málvísindum í deild spænsku og portúgölsku við Kaliforníuháskóla í Santa Barbara. Hún stjórnar framhaldsnámi í spænskum málvísindum og tungumálamiðstöð deildarinnar og situr í Barandiaran-stöðu (e. Endowed Chair) í baskneskum fræðum. Rannsóknir hennar liggja á mótum bókmennta og málvísinda, á sviði orðræðugreiningar, rannsókna á rómönskum og germönskum málum, málbreytinga, baskneskra fræða og þýðinga. Árið 2014 var hún samþykkt sem gestadósent við Deild erlendra tungumála, bókmennta og málvísinda við Háskóla Íslands.

Netfang Violu er miglio@spanport.ucsb.edu

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is