Stefnumót tungumála - Polyglot

Veröld - hús Vigdísar

Hvað er það að vera “Polyglot”? Langar þig að hitta manneskju sem talar fjölda tungumála? Þátttakendur í árlegri ráðstefnu fjöltyngdra, sem verður nú haldin í Hörpu dagana 28.-29. október, munu taka þátt í þessu stefnumóti tungumála. Richard Simcott, skipuleggjandi ráðstefnunnar, ætlar að spjalla um ráðstefnuna og ýmislegt sem henni við kemur. Richard er þekktur innan samfélags fjöltyngdra og utan sem „hyperpolyglot“, en hann talar um 20 tungumál. Sjá nánar um ráðstefnuna hér: www.polyglotconference.com.

Cafe Lingua er gátt inn í mismunandi menningarheima og er tilvalinn vettvangur fyrir þá sem vilja efla tungumálakunnáttu sína og hafa áhuga á að spreyta sig á ýmsum tungumálum. Markmið Cafe Lingua er að virkja þau tungumál sem hafa ratað til Íslands og hafa auðgað mannlíf og menningu. Fólk með íslensku sem annað mál fær tækifæri til þess að tjá sig á íslensku sem og að kynna móðurmál sitt fyrir öðrum.

Viðburðir haustsins fara fram í menningarhúsum Borgarbókasafnsins, í Veröld – húsi Vigdísar og í Stúdentakjallara Háskóla Íslands.

Café Lingua er samstarfsverkefni Borgarbókasafnsins og Veraldar.

Samstarfsaðilar ágúst – desember 2017:
Mála – og menningardeild, íslenska sem annað mál, rússneska og Rússlands-og Austur-Evrópufræði og nemendafélögin Linguae og Huldumál við Háskóla Íslands, Íslenskuþorpið, Filippseyingar búsettir á Íslandi og „Múltíkúltíkórinn”, fjöltyngdur kór kvenna.

Sjá nánar:http://borgarbokasafn.is/is/content/café-lingua-lifandi-tungumál

Facebook síða Cafe Lingua: https://www.facebook.com/groups/301214556654902/
 

 

 

Dagsetning: 
fim, 10/26/2017 - 17:00
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is