eru reglulegar kvikmyndasýningar sem kennarar í Mála- og menningardeild Háskóla Íslands standa fyrir, sem hluta af námskeiðum í erlendum tungumálum. Sýningarnar eru haldnar í fyrirlestrarsalnum í  Veröld – húsi Vigdísar á fimmtudagskvöldum á haust- og vormisseri kl. 18:30, nema annar tími sé auglýstur.

Kvikmyndasýningarnar eru hluti af kennslu í erlendum tungumálum en opnar almenningi. Allir eru hvattir til þess að nýta sér þessi tækifæri til þess að sjá kvikmyndir sem að öllu jöfnu eru ekki teknar til sýninga í sjónvarpi eða kvikmyndahúsum hérlendis og þjálfa um leið hlustun og skilning í þeim tungumálum sem kennd eru við Mála- og menningardeild.

Aðgangur að Bíódögum í Veröld er ókeypis og allir velkomnir.

 

Ítalskar myndir í febrúar 2019:

 

Suður-Amerískar myndir í mars 2019:

Sameinuðu þjóðirnar hafa samþykkt að árið 2019 sé helgað tungumálum frumbyggja. Suður-Amerískir kvikmyndadagar hverfast því um samfélög frumbyggja og sambýli þeirra við aðra íbúa álfunnar. Myndirnar varpa ljósi á velvild og vináttu jafnt sem óvild og átök milli menningarheima og þjóðarbrota í löndum Rómönsku Ameríku.

 

Pólskar myndir í febrúar 2019:

 

Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur
í erlendum tungumálum

Háskóli Íslands
Brynjólfsgötu 1
107 Reykjavík
s: 525 4191
Kt. 600169-2039
Hér erum við!

Opnunartímar

Veröld – hús Vigdísar 9:00-17:00

X