Styrkir á árinu 2009

Aðalstyrktaraðili árið 2008 var Straumur Burðarás fjárfestingarbanki sem styrkti starfsemina með 5 milljón króna framlagi þriðja árið í röð, en vegna bankahrunsins kom umsaminn styrkur ekki til greiðslu á árinu 2009.

Promens hf. styrkti stofnuna að upphæð 1,5 miljónir króna. Í samningnum við Promens frá árinu 2008 er kveðið á um 1,5 milljóna króna árlegt framlag til stofnunarinnar til ársins 2011 til markvissrar uppbyggingar hennar.

Prentsmiðjan Oddi, þá Gutenberg hf., styrkti stofnunina með 1 milljón króna framlagi hvort ár. Samkvæmt samkomulagi við Odda frá árinu 2007, mun fyrirtækið veita Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur árlegan fjárstyrk að upphæð 1 milljón króna til ársins 2011.

Alþjóðleg tungumálamiðstöð

Norska orkufyrirtækið Nord-Trøndelag Elektrisitetsverk veitti stofnuninni styrk að upphæð 2 milljónir króna til alþjóðlegu tungumálamiðstöðvarinnar. Þá veitti norska fyrirtækið SpareBank 1 SMN stofnuninni styrk að upphæð rúmlega einni milljóna króna og skyldi þeirri fjárhæð einnig varið til alþjóðlegu tungumálamiðstöðvarinnar.

Heimasíða Vigdísar Finnbogadóttur

Utanríkisráðuneytið styrkti stofnunina um 2 milljónir króna á árinu 2009 til að mæta kostnaði vegna vinnu við gerð heimasíðu fyrir Vigdísi Finnbogadóttir, www.vigdis.is, sem var opnuð 19. júní 2009.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is