Styrkir á árinu 2010

Styrkir til Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur

Promens hf styrkti stofnunin með 1,5 milljónir króna framlagi. Í samningnum við Promens er kveðið á um 1,5 milljóna króna árlegt framlag til stofnunarinnar til ársins 2011 til markvissrar uppbyggingar hennar.

Prentsmiðjan Oddi styrkti stofnunina með 1 milljón króna framlagi. Samkvæmt samkomulagi við Odda frá árinu 2007, mun fyrirtækið veita Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur árlegan fjárstyrk að upphæð 1 milljón króna til ársins 2011.

SPRON sjóðurinn ses styrkti SVF með 60 milljón króna framlagi

í lok ársins 2010 úthlutaði SPRON sjóðurinn ses 340 milljónum króna til mennta-, menningar- og góðgerðarmála en þetta var lokaúthlutun sjóðsins.

Við úthlutun styrkjanna var tekið mið af þeim málefnum sem Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis studdi á meðan sparisjóðurinn var enn við lýði en SPRON sjóðurinn ses varð til við breytingu sparisjóðsins í hlutafélag árið 2007.

Ennfremur var horft til ýmissa verkefna sem stuðla að framþróun í íslensku samfélagi bæði til skemmri og lengri tíma en erfitt hefur reynst að fjármagna sökum erfiðs efnahagsástands.

Meðal styrkþega var Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur en alls fékk stofnunin 60 milljónir króna til fjármögnunar á ráðstefnusal í framtíðarhúsnæði stofnunarinnar sem bera mun nafn Vigdísar Finnbogadóttur.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is