Styrkir á árinu 2011

Styrkir til Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur

FiMenningarsjóður_VISAmmtudaginn 19. apríl sl. tilkynnti stjórn Menningarsjóðs VISA um úthlutun styrks til Stofunar Vigdísar Finnbogadóttur og sjö annara aðila.

Afhending styrkjanna fór fram í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar við hátíðlega athöfn. Vigdís Finnbogadóttir fv. forseti veitti styrknum viðtöku fyrir hönd stofnunarinnar og flutti við það tækifæri stutt ávarp. Hún þakkaði Menningarsjóði VISA rausnarlegt framlag, sem hún sagði að mundi nýtast vel til góðra verka.

Þetta er í annað sinn, sem Menningarsjóður VISA styrkir Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur og skal styrknum varið til frekari uppbyggingar stofnunarinnar. 

Mynd: Björk Þórarinsdóttir, fv. stjórnarformaður Valitor, og Vigdís Finnbogadóttir.

Prentsmiðjan Oddi styrkti stofnunina með 1 milljón króna framlagi. Samkvæmt samkomulagi við Odda hefur fyrirtækið veitt Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur árlegan fjárstyrk að upphæð 1 milljón króna frá árinu 2007 fram til ársins 2011.

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is