Styrkir og gjafir á árinu 2013

Styrkir til Vigdísarstofnunar

Styrkir

Föstudaginn 15. nóvember 2013 voru undirritaðir samningar við níu fyrirtæki um styrki til alþjóðlegrar tungumálamiðstöðvar Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur við Háskóla Íslands. Jafnframt var til sýnis vegleg bókagjöf sem stofnunni hlotnaðist nýlega (sjá hér neðar). Af þessu tilefni fór fram stutt athöfn í Háskólaráðsherberginu í Aðalbyggingu Háskóla Íslands að viðstaddri Vigdís Finnbogadóttur.  

Styrkirnir nema alls ríflega 20 milljónum króna á þriggja ára tímabili og verður þeim varið til að undirbúa starfsemi Vigdísarstofnunar – alþjóðlegrar miðstöðvar um tungumál og menningu, sem mun starfa undir merkjum Mennta-, vísinda- og menningarstofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNESCO. Kristín Ingólfsdóttir rektor undirritaði samningana af hálfu Háskóla Íslands.  

Fyrirtækin Íslandshótel, Landsbankinn, MP-banki, Promens og fasteignafyrirtækið Reginn munu styrkja Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur með einnar milljón króna árlegu framlagi, en Bláa lónið, Icelandair Group, Icelandic Group og olíufélagið N1 með 500.000 króna árlegu framlagi. Fyrr á árinu var gerður samningur við Arion banka um tveggja milljóna króna árlegt framlag í þrjú ár.

Þessir rausnalegu styrkir munu auðvelda stofnuninni að hrinda í framkvæmd áformum um alþjóðlega tungumálamiðstöð, en hún mun verða til húsa í nýbyggingu sem mun rísa við Suðurgötu næst gömlu Loftskeytastöðinni. Þar verður starfrækt fræðslu- og upplifunarsetur þar sem hægt verður að fræðast um erlend tungumál og fá innsýn í ólíka menningarheima, sem þeim tengjast, og einnig málefni er snerta samskipti Íslands við erlendar þjóðir. Þar munu einnig fara fram kennsla og rannsóknir í erlendum tungumálum og menningu.

Sem fyrr segir voru samningarnir undirritaðir af hálfu Háskóla Íslands af Kristínu Ingólfsdóttur rektor. Vottar voru Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, og Ástráður Eysteinsson, prófessor og forseti Hugvísindasviðs við Háskóla Íslands. Samningarnir voru undirritaðir af forsvarsmönnum fyrirtækjanna sem hér segir :

Islandshotel

Ingólfur Einarsson, hótelstjóri Grand Hótels, fyrir hönd Íslandshótela.

 

Landsbankinn

Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans.

 

MP_banki

Sigurður Atli Jónsson, forstjóri MP-banka.

 

Promens

Hermann Þórisson, formaður stjórnar Promens.

 

Reginn

Helgi S. Gunnarsson, forstjóri Regins.

 

Blaa_lonid

Magnea Guðmundsdóttir, kynningarstjóri Bláa lónsins, fyrir hönd Gríms Sæmundsen forstjóra.

 

Icelandair_Group

Björgólfur Jóhannesson, forstjóri Icelandair Group.

 

Icelandic_Group

Magnús Bjarnason, forstjóri Icelandic Group.

 

N1

Eggert Benedikt Guðmundsson, forstjóri N1.

 

Audur_Hauksdottir

Auður Hauksdóttir, forstöðumaður Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur, þakkar það traust og velvild sem stofnuninni er sýnd. Auk hennar má sjá á myndinni Hermann Þórisson, formann stjórnar Promens, Helga S. Gunnarsson, forstjóra Regins, Magnús Bjarnason, forstjóra Icelandic Group, Steinþór Pálsson, bankastjóra Landsbankans, Katrínu B. Sverrisdóttur, sviðsstjóra rekstrarsviðs Regins, og Ingólf Einarsson, hótelstjóra Grand Hótels.

 

Styrkir_2013

Standandi, frá vinstri: Jón Atli Benediktsson aðstoðarrektor, Björk Þórarinsdóttir, af skrifstofu bankastjóra Arion-banka, Þórður Kristinsson, sviðsstjóri kennslumála við Háskóla Íslands, Auður Hauksdóttir, forstöðumaður Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur, Ingibjörg Þórisdóttir, fulltrúi doktorsnema í stjórn SVF, Hermann Þórisson, formaður stjórnar Promens, Ingólfur Einarsson, hótelstjóri Grand Hótels, frá Íslandshótelum, Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, Helgi S. Gunnarsson, forstjóri Regins, Eggert Benedikt Guðmundsson, forstjóri N1, Magnea Guðmundsdóttir, kynningarstjóri Bláa lónsins, Magnús Bjarnason, forstjóri Icelandic Group, Hildur Þórisdóttir, mannauðsstjóri MP-banka, Sigurður Atli Jónsson, forstjóri MP-banka, Anna Sigríður Kristjánsdóttir, af skrifstofu bankastjóra Arion-banka, Björgólfur Jóhannesson, forstjóri Icelandair Group, Ásdís R. Magnúsdóttir, prófessor í frönskum fræðum og meðlimur stjórnar SVF, Rebekka Þráinsdóttir, aðjúnkt í rússnesku og meðlimur stjórnar SVF, Hólmfríður Garðarsdóttir, prófessor í spænsku og forseti Deildar erlendra tungumála, bókmennta og málvísinda, Oddný G. Pétursdóttir, prófessor í þýsku og meðlimur stjórnar SVF, og Guðrún Kristinsdóttir, verkefnisstjóri SVF.
Í neðri röð: Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, Ástráður Eysteinsson, forseti Hugvísindasviðs Háskóla Íslands.

Ljósmyndari var Gunnar Sverrisson.

 

Gjafir til Vigdísarstofnunar

Vigdis_Finnbogadottir_Jon_G._Fridjonsson_og_Herdis_Svavarsdottir

Við sama tilefni var til sýnis vegleg gjöf hjónanna Jóns G. Friðjónssonar prófessors og Herdísar Svavarsdóttur. Um er að ræða stórmerka og gullfallega ljósprentaða útgáfu af Biblíu Kristjáns III Danakonungs, sem upphaflega var gefin út í Kaupmannahöfn árið 1550, en hún var fyrsta heildarútgáfa Biblíunnar á danska tungu. Í annálum er þess getið að Ólafur Hjaltason, fyrsti lútherski biskupinn á Hólum, hafi fengið dönsku Biblíuna að gjöf þegar hann var vígður til biskups í Kaupmannahöfn árið 1551. Margt þykir líkt með Guðbrandsbiblíu og þessu verki. Auk þess færðu hjónin Jón og Herdís stofnuninni Steinsbiblíu að gjöf en hún er kennd við Stein Jónsson biskup og er þriðja heildarútgáfa Biblíunnar á íslensku, prentuð á Hólum í Hjaltadal á árunum 1728-1734.

Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur er mikill fengur í þessum gersemum. Verkin munu bæði nýtast til rannsókna auk þess sem þau munu sóma sér vel sem sýningargripir í alþjóðlegu tungumálamiðstöðinni.

Bibliur

Katrín B. Sverrisdóttir, sviðsstjóri rekstrarsviðs Regins, Kristín Ingólfsdóttir rektor, Auður Hauksdóttir, forstöðumaður Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur, og Ingólfur Einarsson, hótelstjóri Grand Hótels, skoða biblíurnar sem Vigdísarstofnun voru nýlega færðar að gjöf.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is