Styrkir til húsbyggingar

Markmið Byggingarsjóðs Alþjóðlegrar tungumálamiðstöðvar er að reisa menningar- og tungumálabyggingu fyrir Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum.

Alþjóðlega tungumálamiðstöðin mun hýsa:

  • Fræðslu- og upplifunarsetur
  • Bókasafn og heimasvæði tungumála
  • Fyrirlestrasal tileinkaðan Vigdísi Finnbogadóttur
  • Vigdísarstofu

Byggingin mun hýsa alla starfsemi stofnunarinnar, m.a. Alþjóðlega tungumálamiðstöð sem Frú Vigdís Finnbogadóttir hefur lagt mikla áherslu á undanförnum árum. Þar verður miðstöð í menningartengdri nýsköpun erlendra tungumála á Íslandi samskipta, gagnræðna og menningarþekkingar.  Á Íslandi er að finna menningararf, reynslu, þekkingu og viðhorf tengd móðurmálinu annars vegar og erlendum tungum og þýðingum hins vegar, sem gætu verið öðrum þjóðum fyrirmynd og hvatning. Íslendingar geta með jákvæðum hætti vakið aðra til vitundar um mikilvægi tungumála fyrir menningu einstakra málsvæða og fyrir heimsmenninguna.

Byggingarsjóðnum hafa borist veglegar gjafir frá erlendum sem innlendum aðilum ekki síst í tengslum við afmæli Vigdísar enda er hún í hugum margra hvoru tveggja í senn, lifandi táknmynd um íslenska arfleifð og heimsborgara.
 

Framlög í Byggingarsjóðinn

Framlög í Byggingarsjóðinn má leggja á reikning:

Reikningsnr. 0137-26-000476
Kennitala. 600169-2039
IBAN: IS86 0111 2600 1292 5712 9231 99
Swift code: NBIIISRE
(Tilgreina þarf í athugasemdum: 1373-137567)

Nánari upplýsingar veitir forstöðumaður stofnunarinnar Auður Hauksdóttir og frekari upplýsingar um alþjóðlegu tungumálamiðstöðina má finna í veftrénu til vinstri.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is