Styrktarsjóður Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur

Markmið Styrktarsjóðs Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur er að stuðla að vexti og viðgangi Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum og styrkir verkefni á fræðasviðum hennar skv. gildandi úthlutunarreglum.

Stjórn Styrktarsjóðs Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur skipa:

Aðalstjórn:

  • Vigdís Finnbogadóttir, fv. forseti Íslands, formaður
  • Ragnheiður Jónsdóttir menntunarfræðingur
  • Sigríður Th. Erlendsdóttir sagnfræðingur
  • Steinþór Pálsson bankastjóri
  • Vésteinn Ólason prófessor emeritus

Til vara:

  • Salvör Jónsdóttir skipulagsfræðingur
  • Sigurður Helgason, fv. forstjóri

Stjórnarmenn á fundi 15. september 2016, frá vinstri: Sigríður Th. Erlendsdóttir, Sigrún Jóhannesdóttir, Ragnheiður Jóna Jónsdóttir, Sigurður Helgason, Vigdís Finnbogadóttir og Hrönn Greipsdóttir. Í tölvunni á borðinu má sjá glitta í Salvöru Jónsdóttur sem tók þátt í fundinum á Skype. 

Fyrrum stjórnarmenn:

Þau Ásmundur Stefánsson, fv. bankastjóri, og Hrönn Greipsdóttir, framkvæmdastjóri Eldey TLH hf., áttu sæti í stjórn frá upphafi til 15. september 2016 en þann dag voru gerðar breytingar á skipulagsskrá og stjórnarmönnum í aðalstjórn fækkað og skipaðir tveir varamenn en breytingum þessum er ætlað að auðvelda stjórninni að koma saman.

Áður hafa Guðrún Lárusdóttir, fv. framkvæmdastjóri Stálskipa, Matthías Johannessen, fv. ritstjóri, og Þórður Sverrisson, fv. forstjóri Nýherja, átt sæti í stjórninni.

Sjóðurinn var stofnaður árið 2003 af Háskóla Íslands og Kaupþingi banka. Skipulagsskrá sjóðsins var undirrituð þann 22. janúar 2003 við hátíðlega athöfn í Háskóla Íslands af þeim Hólmfríði Einarsdóttur, kynningarstjóra Kaupþings banka, og Önnu Soffíu Hauksdóttur, aðstoðarrektor Háskóla Íslands. Viðstödd athöfnina var Vigdís Finnbogadóttir sem hefur verið formaður stjórnar sjóðsins frá upphafi.

Hægt var að leggja stofnframlög í sjóðinn til 15. apríl 2006 og var stofnframlag alls kr. 15.038.050. Sjá stofnaðilaskrá.

Sjá auglýsingu um staðfestingu á breytingu á skipulagsskrá frá 14. desember 2016.

Undirritun 2003 

Fyrsta mynd: Vigdís Finnbogadóttir formaður, Þórður Sverrisson, Mattías Johannessen og Guðrún Lárusdóttir, fv. stjórnarmenn, og Hólmfríður Einarsdóttir, kynningarstjóri Kaupþings banka.

Önnur mynd: Anna Soffía Hauksdóttir, vararektor Háskóla Íslands, og Hólmfríður Einarsdóttir, kynningarstjóri Kaupþings banka, undirrita skipulagsskrá sjóðsins þann 22. janúar 2003. Standandi eru, frá vinstri, Guðný Guðlaugsdóttir,
verkefnisstjóri SVF, Gauti Kristmannsson og Oddný G. Sverrisdóttir, meðlimir í fagráði SVF, Vigdís Finnbogadóttir og Auður Hauksdóttir, forstöðumaður SVF.

Þriðja mynd: Vigdís Finnbogadóttir, Anna Soffía Hauksdóttir og Hólmfríður Einarsdóttir.

 

Fjáröflunarátak 2012

Fyrstu styrkir úr Styrktarsjóði Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur árið 2011

Úthlutun árið 2012

Úthlutun árið 2014

Úthlutun árið 2016

Úthlutun árið 2017

 

Framlög í Styrktarsjóðinn

Framlög í Styrktarsjóðinn má leggja inn á reikning:

Reikningsnúmer: 0111-26-001292
Kennitala: 571292-3199
IBAN: IS86 0111 2600 1292 5712 9231 99
Swift code: NBIIISRE

Nánari upplýsingar veitir forstöðumaður stofnunarinnar Auður Hauksdóttir.

Sjá nánar um styrktarsjóði Háskóla Íslands hér.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is