Sýning um Vigdísi opnuð

Fyrsta sýningin í upplýsinga- og fræðslusetrinu í Veröld – húsi Vigdísar verður opnuð á laugardag, 1. júlí næstkomandi. Sýningin nefnist SAMTAL – DIALOGUE og þar er fjallað með hjálp ýmissa miðla um störf og hugðarefni Vigdísar Finnbogadóttur. Sýningin verður opin á laugardag milli klukkan 10 og 16. Fyrst um sinn verður hún opin milli klukkan 10 og 17 á virkum dögum og 10 og 16 á laugardögum. Aðgangseyrir er 1500 krónur.

Dagsetning: 
lau, 07/08/2017 - 09:45
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is