Tungumál ljúka upp heimum - Orð handa Vigdísi

Í tilefni af merkum tímamótum í lífi Vigdísar Finnbogadóttur árið 2010, skrifuðu 27 íslenskir rithöfundar texta um mikilvægi tungumálakunnáttu fyrir Íslendinga. 

Með bókinni lögðu þeir Vigdísi lið í baráttu hennar fyrir því að Alþjóðleg tungumálamiðstöð gæti orðið að veruleika. Hér er á ferðinni afar litríkir, fróðlegir og áhugaverðir textir, sem með ólíkum hætti varpa ljósi á gildi tungumála fyrir einstaklinga og þjóðfélagið í heild.

Rithöfundarnir eru: Andri Snær Magnason, Auður Jónsdóttir, Auður Ava Ólafsdóttir, Árni Bergmann, Bragi Ólafsson, Einar Már Guðmundsson, Eiríkur Guðmundsson, Eiríkur Örn Norðdahl, Friðrik Rafnsson, Gerður Kristný, Guðbergur Bergsson, Guðrún Eva Mínervudóttir, Hermann Stefánsson, Jón Kalman Stefánsson, Kristín Ómarsdóttir, Kristín Marja Baldursdóttir, Matthías Johannessen, Njörður P. Njarðvík, Oddný Eir Ævarsdóttir, Pétur Gunnarsson, Rúnar Helgi Vignisson, Sigurbjörg Þrastardóttir, Sigurður Pálsson, Steinunn Sigurðardóttir, Sölvi Björn Sigurðsson, Thor Vilhjálmsson og Vigdís Grímsdóttir.

Prófarkalestur annaðist Uggi Jónsson og ritstjórn Auður Hauksdóttir. Prentsmiðjan Oddi annaðist  umbrot og prentun. Allur hagnaður af sölu bókarinnar rennur til Alþjóðlegrar miðstöð tungumála og menningar

Árið 2018 kom bókin út á dönsku, í þýðingu Erik Skyum-Nielsen, en fyrirhugaðar eru þýðingar á fleiri tungumál.

Bókin er til sölu hjá Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur og kostar 3.500 kr. Hægt er að panta eintak með því að senda tölvupóst á infovigdis@hi.is.

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is