Uppskrift að lífi - Writing a Life

Fyrirlestur: Esmeralda Santiago. Hluti af hliðardagskrá bókmenntahátíðar í Reykjavík.

Fyrirlestrarsalurinn í Veröld - húsi Vigdísar.

Esmeralda Santiago hefur sjálf þýtt þrjár bóka sinna á spænsku (When I was Puerto Rican, Almost a Woman og América's Dream), en spænska er það tungumál sem flestar sögupersónur hennar tala. Voru þetta þýðingar? Ef svo var, hvenær hófst þýðingin og hvenær er þýðing túlkun? Þetta ræðir hún í fyrirlestri sínum, sem er hluti af hliðardagskrá bókmenntahátíðar í Reykjavík.

Esmeralda Santiago er þekktust fyrir endurminningabækur sínar sem fjalla meðal annars um þá reynslu að tilheyra tveimur löndum, en sjálf fæddist hún á Púertó Ríkó og fluttist til Bandaríkjanna með fjölskyldu sinni þegar hún var þrettán ára. Í bókunum dregur hún upp ljóslifandi myndir af æskuárunum á Púertó Ríkó og lífi ungrar konu í New York á sjöunda áratugnum og lýsir togstreitunni sem þrá hennar eftir menntun hefur í för með sér. Nýjasta bók hennar heitir Conquistadora og er söguleg skáldsaga sem gerist á Púertó Ríkó.

Fyrirlesturinn verður á ensku.

Dagsetning: 
fös, 09/08/2017 - 15:15
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is