Varðveisla til framtíðar: Sjálfbærni tungumáls, menningar og náttúru

Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur stóð fyrir alþjóðlegri ráðstefnu dagana 15. apríl til 17. apríl 2010 í tilefni af áttræðis afmæli frú Vigdísar Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta og velgjörðasendiherra tungumála hjá UNESCO.

Yfirskrift ráðstefnunnar var Varðveisla til framtíðar: Sjálfbærni tungumáls, menningar og náttúru. Á ensku bar ráðstefnan heitið Preserving the Future. Ráðstefnan fór fram í Háskóla Íslands.

Á ráðstefnunni var fjallað um bókmenntir, tungumál, menningu og náttúru frá ýmsum sjónarhonum og sérstök áhersla var lögð á þróun þessara þátta fyrir komandi kynslóðir. Fluttir voru lykilfyrirlestrar ásamt samhliða málstofum sem voru annars vegar skipulagðar af tungumálunum innan stofnunarinnar og hins vegar samsettar af innsednum erendum hvaðanæva úr heiminum.

Matti Ahtisaari, fyrrverandi forseti Finnlands og friðarverðlaunahafi Nóbels flutti erindi við opnun ráðstefnunnar í Hátíðarsal Háskóla Íslands.

Lykilfyriresarar voru:

  • Martti Ahtisaari, fyrrverandi forseti Finnlands og friðarverðlaunahafi Nóbels.
  • Irina Bokova, framkvæmdastóri UNESCO
  • Bernard Comrie, forstöðumaður málvísindardeildar Marx-Planck í Lepzig, Þýskalandi.
  • Claire Kramsch, prófessor og forstöðumaður tungumálamiðstöðvar Berkley háskóla í Kaliforníu, Bandaríkjunum.
  • Páll Skúlason, prófessor og fyrrverandi rektor Háskóla Íslands.

 

Nánari upplýsingar um ráðstefnuna og fyrirlestra má finna á ensku á vef ráðstefnunnar: Varðveisla til framtíðar.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is