Viðburðir stofnunarinnar

Ráðstefnur og málþing eru mikilvægur þáttur í starfsemi Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur, en þeim er ætlað að koma rannsóknum fræðimanna á framfæri og skapa vettvang fyrir rökræðu um nýja þekkingu innan fræðasamfélagsins. Einnig er tilgangurinn að deila þekkingu og hugmyndum með almenningi og stuðla að upplýstri umræðu í þjóðfélaginu á fræðasviðum stofnunarinnar t.d. þekkingu á tungumálum og menningu, kennslu erlendra tungumála, þýðingum og samskiptum við útlendinga.

Stofnunin hefur einnig staðið fyrir fyrirlestraröðum með innlendum og erlendum þátttakendum og gengist fyrir alþjóðlegum málstofum og ráðstefnum.

Á undanförnum árum hefur stofnunin einnig staðið að kynningum erlendis á starfseminni stofnunarinnar. Tilgangur þeirra er að efna til samstarfs við erlenda háskóla og rannsóknastofnanir um tungumálakennslu og tungumálarannsóknir. Jafnframt hefur tilgangurinn verið að leita eftir stuðningi við starfsemi stofnunarinnar.

Viðburðir stofnunarinnar eru flokkaðir eftirfarandi:

Dagskrá viðburða má finna til vinstri í veftrénu ásamt erindum og greinum og mynd- og hljóðupptökum frá viðburðum stofnunarinnar í gegnum árin.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is