Vigdís Finnbogadóttir

Vigdís Finnbogadóttir, fjórði forseti íslenska lýðveldisins (1980-1996), er velgjörðarsendiherra Sameinuðu þjóðanna í tungumálum.

Vigdís Finnbogadóttir var fyrst kvenna í heiminum sem kjörin var forseti í þjóðaratkvæðagreiðslu. Hún hefur löngum verið fyrirmynd ungra stúlkna á öllum aldri. Skilaboð hennar eru að menntun skiptir máli, að konur eru jafningjar karla og - ekki síst - að sýnir geta orðið að veruleika. Vigdís kenndi erlend tungumál um árabil í framhaldsskólum og við Háskóla Íslands auk þess hefur hún stutt tungumálakennslu í verki á margvíslegan hátt.

Vigdís hefur ætíð brýnt fyrir fólki að rækta móðurmál sitt en ekki síður að læra erlend tungumál, því tungumálakunnátta tengir bönd þjóða og einstaklinga á milli og víkkar sjóndeildarhring okkar. Eins og hún sjálf orðar það: Tungumálin eru lykill heimsins.

Vigdís Finnbogadóttir var fyrst kvenna í heiminum sem kjörin var forseti í þjóðaratkvæðagreiðslu. Hún hefur löngum verið fyrirmynd ungra stúlkna á öllum aldri. Skilaboð hennar eru að menntun skiptir máli, að konur eru jafningjar karla og - ekki síst - að sýnir geta orðið að veruleika.

Frá því að Vigdís lét af embætti forseta hefur hún ekki setið auðum höndum. Hún hefur ljáð ófáu málefninu lið, stóru og smáu. Einkum ber að nefna þrennt:

  • Með Vigdísi í fararbroddi tókst að bjarga sögulegum byggingum í Kaupmannahöfn og sannfæra ráðamenn um að saga þjóðanna í samspili við nútímann er verðmætari en söluverð lóða á almennum markaði. Í dag stendur Norðurbryggjan á einum fallegasta stað borgarinnar við sundið, með útsýni yfir Nýhöfn og hýsir Sendiráð Íslands, skrifstofur heimastjórna Færeyingar og Grænlendinga og menningarsetur.
  • Vigdís hefur verið ötull sendiherra tungumála í heiminum og vekur athygli víða um heim á að mörg tungumál eru í útrýmingarhættu. Á 75 ára afmæli Vigdísar komu fræðimenn og ráðamenn utan úr heimi til Íslands til að fjalla um hugðarmál hennar.
  • Framlag Vigdísar, þegar hún féllst á að leggja nafn sitt við Stofnun Háskóla Íslands í erlendum tungumálum, hefur verið ómetanlegt. Frá því að Vigdís gekk til liðs við stofnunina hefur starfsemi okkar eflst til muna.

Þann 19. júní 2009 var heimasíða tileinkuð ævi og störfum Vigdísi Finnbogadóttur, www.vigdis.is, opnuð af forsætisráðherra, Jóhönnu Sigurðardóttir, í Hátíðarsal Háskóla Íslands. Stjórnvöld áttu frumkvæði að smíði þessa vefjar en þar má finna helstu upplýsingar um störf og hugðarefni Vigdísar. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrv. utanríkisráðherra fól Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum að annast uppsetningu vefjarins en stofnunin hefur umsjón með vefnum og er hann hýstur á heimasvæði Háskóla Íslands.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is