í Fréttir, News, VIMIUC
Auður Hauksdóttir, prófessor emeritus við Mála- og menningardeild Háskóla Ísland, tók við verðlaunum Jóns Sigurðssonar fyrir árið 2021, í Jónshúsi í Kaupmannahöfn í dag. Í tilkynningu á vef Alþingis kemur fram að „Auður hefur verið mikilvirk í rannsóknum á danskri menningu og danskri tungu sem erlendu máli og hefur lagt af mörkum ríkulegan skerf til skilnings á mikilvægi dönskukennslu í íslenska skólakerfinu og þeirri þýðingu sem danska hefur sem samskiptamál fyrir Íslendinga við aðrar norrænar þjóðir“.
 
Það var forseti Alþingis, Steingrímur J. Sigfússon, sem afhenti Auði verðlaunin á samkomu þar sem því var fagnað að þann 12. september 2020 voru 50 ár frá upphafi félags- og menningarstarfs Íslendinga í Jónshúsi í Kaupmannahöfn. Vegna kringumstæðna í heimsfaraldri var ekki unnt að fagna tímamótunum fyrr en nú, tæpu ári síðar.
 
Verðlaun Jóns Sigurðssonar hafa verið veitt árlega frá 2008 af Forsætisnefnd Alþingis og eru veitt einstaklingi sem unnið hefur verk sem tengjast hugsjónum og störfum Jóns Sigurðssonar.
 
 
 
 
 
 
 
Aðrar fréttir
X