Miðstöð íslenskra bókmennta afgreiddi nýlega umsóknir um útgáfu- og þýðingastyrki fyrir árið 2019. Að þessu sinni veitir Miðstöðin Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum þrjá styrki:
Útgáfustyrk að upphæð kr. 350.000 vegna verksins Ísland Spánn. Samskipti landanna í tímans rás, ritstjórar Erla Erlendsdóttir og Kristín Guðrún Jónsdóttir.
Útgáfustyrk að upphæð kr. 300.000 vegna verksins Hernaðarlist Meistara Sun eftir Geir Sigurðsson í ritstjórn Rebekku Þráinsdóttur.
Útgáfustyrk að upphæð kr. 450.000 og þýðingastyrk að upphæð kr. 600.000 vegna verksins Raddir Romafólks – sögur sígauna eftir marga, ritstj.: Sofiya Zahova og Ásdís R. Magnúsdóttir, þýðendur: Kristín G. Jónsdóttir, Ásdís R. Magnúsdóttir, Rebekka Þráinsdóttir o.fl.
Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum kann Miðstöð íslenskra bókmennta bestu þakkir fyrir stuðninginn.