í Óflokkað

Linda Gray, prófessor, Global Studies, History and Culture við Union Institute & University í Vermont í Bandaríkjunum, heldur fyrirlestur á vegum Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur um baráttu afkomenda frumbyggja Ameríku við að viðhalda menningararfi sínum. Hluti af þessari viðleitni lýtur að endurlífgun og í sumum tilfellum að endurbyggingu tungumála frumbyggja sem eru í bráðri útrýmingarhættu. Guðrún Björk Guðsteinsdóttir, prófessor í enskum bókmenntum, kynnir fyrirlesarann.

Fyrirlestur fer fram miðvikudaginn 2. mars kl. 16-17 í stofu 104 í Háskólatorgi og verður fluttur á ensku.

Linda Gray er bandarískur fræðimaður sem dvelur við rannsóknir og fræðistörf á Íslandi á vegum Fulbright-stofnunarinnar á Íslandi og William J. Fulbright-stofnunarinnar í Bandaríkjunum.

Allir eru velkomnir.

Aðrar fréttir
X