Afmælisrit til heiðurs Birnu Arnbjörnsdóttur

Út er komin bókin Tungumál í víðu samhengi sem er afmælisrit til heiðurs Birnu Arnbjörnsdóttur, prófessor í annarsmálsfræðum og fyrrum forstöðumanni Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum, tilefni sjötugsafmælis hennar.

Bókin, sem er á íslensku og ensku, hefur að geyma greinar eftir samstarfsmenn og nemendur Birnu og tengjast rannsóknum hennar á sviði erfðamála, sambýli tungumála, enskukennslu, tvítyngi, tungumálanámi, kennslufræði erlends og annars máls og tölvustuddu málanámi og -kennslu (CALL).

Eftirtaldir höfundar eiga greinar í ritinu: Auður Hauksdóttir, Ásdís Rósa Magnúsdóttir, Birna Bjarnadóttir, Branislav Bédi, Geir Sigurðsson, Guðrún Björk Guðsteinsdóttir, Guðrún Theódórsdóttir, Hafdís Ingvarsdóttir, Hólmfríður Garðarsdóttir, Höskuldur Þráinsson, Jóna Guðrún Guðmundsdóttir, Kolbrún Friðriksdóttir, Kristín M. Jóhannsdóttir, Kristján Árnason, Margrét Jónsdóttir, Matthew Whelpton, Michael T. Putnam, Oddný G. Sverrisdóttir, Rebekka Þráinsdóttir, Sigríður Magnúsdóttir, Sigríður Sigurjónsdóttir, Sofiya Zahova, Súsanna B. Vilhjálmsdóttir, Úlfar Bragason, Veturliði Óskarsson, Þórhallur Eyþórsson og Þórhildur Oddsdóttir.

Ritið er gefið út af Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum og er ritstýrt af Branislav Bédi, Halldóru Jóhönnu Þorláksdóttur og Kolbrúnu Friðriksdóttur.

Afmælisritið er aðgengilegt í rafrænni útgáfu hér.