í Óflokkað

Portúgalski rithöfundurinn Valter Hugo Mãe fjallar í fyrirlestri á vegum Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur um skáldsögu sína Afmennskun sem nýlega kom út í íslenskri þýðingu Guðlaugar Rúnar Margeirsdóttur.

Skáldsagan fjallar um unga stúlku sem þarf að takast á við andlát tvíburasystur sinnar og þau áhrif sem þessi missir hefur á fjölskyldu hennar. Rithöfundurinn mun segja nemendum og öðrum gestum frá sýningu sem skipulögð er í Hörpu miðvikudaginn 16. maí í samvinnu við tónlistarmanninn Hilmar Örn Hilmarsson.

Fyrirlesturinn fer fram þriðjudaginn 15. mars kl. 12-13 í stofu 130 í Öskju í Háskóla Íslands.

Allir eru velkomnir.

Um Valter Hugo Mãe: https://vimeo.com/107872192

Um skáldsöguna The Dehumanisation: https://vimeo.com/143202962
 

Aðrar fréttir
X