í Óflokkað

Út er komin bókin Language Development across the Life Span sem byggir á sjö ára rannsókn íslenskra fræðimanna á áhrifum ensku sem alþjóðlegs tungumáls hér á landi. Í bókinni komast höfundar m.a. að þeirri niðurstöðu að enska sé mikið notuð í íslensku málumhverfi, sérstaklega í háskólastarfi og í atvinnulífinu. Þá er það ályktun höfunda að opinber menntastefna hér á landi hafi ekki haldið í við þá þróun sem orðið hefur á málumhverfi almennings, m.a. með mikilli notkun ensku í daglegu máli. Rannsóknirnar sem fjallað er um í bókinni hafa bæði hagnýta og fræðilega skírskotun fyrir alla sem hafa áhuga á áhrifum ensku sem alþjóðlegs tungumáls.

Höfundar greina eru Birna Arnbjörnsdóttir, Hafdís Ingvarsdóttir, Ásrún Jóhannsdóttir, Guðmundur Edgarsson og Anna Jeeves en þær Birna og Hafdís ritstýrðu verkinu. 

Það er hið virta forlag Springer sem gefur bókina út.

Aðrar fréttir
X