í Óflokkað

Haldið verður upp á alþjóðadag móðurmálsins, 21. febrúar, með málþingi í Veröld – húsi Vigdísar kl. 14:30 til 17:30. 

Einkunnarorð alþjóðadags móðurmálsins í ár snúast um að viðhalda fjölbreytni tungumála og ýta undir fjöltyngi, sem eru einnig meginmarkmið Vigdísarstofnunar – alþjóðlegrar miðstöðvar tungumála og menningar. Við hyggjumst nota þetta tækifæri til að fagna og tilkynna um komu einstaks safns orðabóka og tímarita til Íslands. InfoTerm hefur afhent Vigdísarstofnun safnið til varðveislu, en mögulega er um stærsta safn orðabóka í heimi að ræða.

Af þessu tilefni verður haldið málþingið „Orðabækur: Fjölbreytni tungumála, fjöltyngi og þýðingar“ í Veröld – húsi Vigdísar, þar sem rætt verður um mikilvægi orðabóka fyrir tungumálafjölbreytni og til að byggja brýr á milli menningarheima. Fjallað verður um fjölbreytt efni úr fortíð og nútíð orðabókafræða, íðorðafræða og þýðingafræða á Íslandi og almennt. Fulltrúar margra mikilvægustu stofnana á þessum sviðum, bæði á Íslandi og í Evrópu almennt, verða á staðnum og taka þátt í málþinginu.

Þetta nýja safn orðabóka verður sérstaklega kynnt og verður til skoðunar að loknu málþinginu. Þetta er fyrsta flokks safn orðabóka, og margar orðabókanna eru tví- og margmála, og bæði er um að ræða stærstu tungumál heims en einnig mörg minna þekkt tungumál frá öllum heimshornum.

Viðburðurinn hefst klukkan 14:30 og lýkur 17:30 með móttöku, þar sem boðið verður upp á veitingar. 

Dagskráin verður á ensku. 

14:15

 

Arrival

14:35

Welcome by Jón Atli Benediktsson (Rector, University of Iceland)

14:45

Sebastian Drude (Vigdís World Language Centre): Introduction

15:00

Christian Galinski (InfoTerm Vienna): The Infoterm collections: mirror of the development of terminological activities in an increasing number of language communities

15:15

Robert Lew (European Association for Lexicography): Lexicography in Europe and beyond: associations, projects, infrastructure

15:30

Ágústa Þorbergsdóttir and Ásta Svavarsdóttir (Árni Magnússon Institute): Lexicography at the Árni Magnússon Institute for Icelandic Studies

15:45

 

Short Break

16:00

Arnt Lykke Jakobsen (European Society for Translation Studies): The changing role of dictionaries in translation and translation studies

16:15

Renata Emilsson Peskova (Móðurmál – the Association on Bilingualism): Addressing the needs of language communities in Iceland: Heritage language teaching, translations, and interpreting

16:30

Sofiya Dimitrova Zahova (Vigdís Finnbogadóttir Institute): Romani language vocabularies from the Enlightenment to the Digital Era

16:45

Björgvin Andersen (Translation Centre at the Foreign Ministry Iceland, and the Icelandic Association of Translators and Interpreters): International Cooperation, Terminology and the Mother Tongue

17:00

Open discussion with participants

17:30

 

Reception and visit of the collections

 

 

Aðrar fréttir
X