í Fréttir, News, Uncategorized, VIMIUC

 

Skólabörn úr Hólabrekkuskóla heimsóttu Veröld – hús Vigdísar á Alþjóðlega móðurmálsdeginum, 21. febrúar. Í Veröld fengu þau stutta kynningu á tungumálasýningunni Mál í mótun og fræðslu um alþjóðlega móðurmálsdagsinn ogo ýmis tungumál heimsins. Eftir það var hafist handa við að sauma öskupoka, en í þeim gátu börnin falið skilaboð sem þau skrifuðu á hinum ýmsu tungumálum.

Tilgangurinn með Alþjóðlega móðurmálsdeginum er að undirstrika mikilvægi tungumála- og menningarlegrar fjölbreytni og um leið mikilvægi friðar, virðingar og umburðarlyndis í öllum samfélögum. Hugmyndin að deginum fæddist í Bangladesh en UNESCO, Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna, lýsti því yfir árið 1999 að hann skyldi tileinkaður móðurmálinu á heimsvísu.  

Á hverju ári er deginum fagnað í Vigdísarstofnun með viðburði sem skólabörnum er boðið til, en að þessu sinni var hann skipulagður í samvinnu við samtökin Móðurmál og Tungumálamiðstöð Háskóla Íslands.

Myndir: Kristinn Ingvarsson

 

Aðrar fréttir
X