í Fréttir, VIMIUC

Haldið var upp á alþjóðlega móðurmálsdaginn í Veröld – húsi Vigdísar í dag, 21. febrúar.  Tekið var á móti góðum gestum úr 3. og 4. bekk Melaskóla, sem boðið hafði verið að taka þátt í skemmtilegu tungumálaverkefni í tilefni dagsins. Verkefnið fólst í því að búa til orðafoss sem skreyttur var orðum á mörgum tungumálum og að lokum steypt fram úr andyri Veraldar niður á hæðina fyrir neðan. Krakkarnir fóru létt með að skrifa orð á nýjum og framandi tungumálum og allir skemmtu sér vel í Veröld á degi móðurmálsins.
Myndir ©Kristinn Ingvarsson

Aðrar fréttir
X