í Óflokkað

Pétur Knútsson (Peter Ridgewell) lét af störfum sínum sem dósent í enskum málvísindum við Deild erlendra tungumála, bókmennta og málvísinda í Háskóla Íslands haustið 2012 eftir 34 ár í starfi. Pétri til heiðurs og sem þakkarvottur fyrir frábæra samvinnu og samveru ákváðu samstarfsmenn hans að gefa út rit þar sem kæmu saman fræðigreinar sem tengdust þeim margvíslegu fræðasviðum sem hann hefur sinnt. An Intimacy of Words/Innileiki orðanna. Essays in Honour of Pétur Knútsson/Festschrift til heiðurs Pétri Knútssyni mun koma út hjá Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum og Háskólaútgáfunni um miðjan nóvember, með liðsinni Málvísindastofnunar. Ritið verður um 350 bls. að lengd.

Nánari upplýsingar um efni bókarinnar An Intimacy of Words/Innileiki orðanna. Essays in Honour of Pétur Knútsson/Festschrift til heiðurs Pétri Knútssyni má finna hér.

Aðrar fréttir
X