í Óflokkað

Það er greinilegt að Andrés Önd lifir enn í hjörtum landsmanna og margir lögðu leið sína á málþing Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur „Andrés Önd á Íslandi – Danmörk sem gluggi Íslands að umheiminum“. 

Á þinginu voru fluttu Davíð Þór Jónsson guðfræðingur og prestur, Søren Vinterberg menningarblaðamaður á Politiken og Auður Jónsdóttir rithöfundur erindi og að því loknu stjórnaði Auður Hauksdóttir, prófessor í dönsku og forstöðumaður Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur umræðum.

Fjallað var ítarlega um málþingið í sjónvarpsfréttum Rúv, en auk þess sagði Auður Hauksdóttir frá áhrifum Andrésar Andar á Íslandi á Morgunvakt Rúv og Auður Jónsdóttir frá upplifun sinni af Andabæ í viðtali á K100

Málþingið var annar viðburður af átta sem  námsleið í dönsku við Háskóla Íslands og Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum standa fyrir í tilefni 100 ára afmæli fullveldis Íslands undir yfirskriftinni Á mótum danskrar og íslenskrar menningar, þar sem fjallað er um efni sem borið hafa hátt í samskiptasögu landanna á síðustu öld. Málþingið var styrkt af fullveldisafmælissjóði og danska menningarmálaráðuneytinu.

Hér er hægt að horfa á upptöku af viðburðinum.

Aðrar fréttir
X