í Fréttir, News, VIMIUC

Ann-Sofie Nielsen Gremaud. Mynd ©Kristinn Ingvarsson

Í ársbyrjun 2022 urðu breytingar á stjórn Vigdísarstofnunar – alþjóðlegrar miðstöðvar tungumála og menningar þegar Ann-Sofie Nielsen Gremaud tók við sem stjórnarformaður miðstöðvarinnar af Ásdísi Rósu Magnúsdóttur sem verið hafði formaður stjórnar frá því í maí 2018.

Ann-Sofie hóf störf sem dósent í dönsku við Mála- og menningardeild Háskóla Íslands árið 2018 en hafði áður kennt við Kaupmannahafnarháskóla og Háskóla Grænlands í Nuuk. Hún lauk doktorsnámi í sjónrænni menningu frá Kaupmannahafnarháskóla árið 2012 og MA gráðu í norrænum bókmenntum, tungumálum og listfræði frá Háskólanum í Aarhus árið 2007. Í rannsóknum sínum hefur Ann-Sofie lagt áherslu á hugmyndir um þjóðerni í vestnorrænni menningarsögu, dönsk-íslensk sambönd frá nýlendufræðilegu og dul-lendufræðilegu sjónarhorni og hugmyndir um loftslagsbreytingar í íslenskri samtímalist.

Stjórn Vigdísarstofnunar skipa nú:

  • Ann-Sofie Nielsen Gremaud, dósent í dönsku, fulltrúi Háskóla Íslands, stjórnarformaður,
  • Geir Sigurðsson, prófessor í kínverskum fræðum, fulltrúi Háskóla Íslands,
  • Guðrún Kvaran, prófessor emeritus í íslensku, Háskóla Íslands, fulltrúi ríkisstjórnar tilnefnd af  mennta- og menningarmála-ráðuneytinu,
  • Irmgarda Kasinskaite, kerfisfræðingur á miðlunar- og upplýsingasviði UNESCO, fulltrúi aðalframkvæmdastjóra UNESCO,
  • Sofiya Zahova, rannsóknarsérfæðingur, fulltrúi Háskóla Íslands,
  • Sæunn Stefánsdóttir, forstöðumaður Stofnunar Rannsóknasetra Háskóla Íslands, fulltrúi íslensku UNESCO-nefndarinnar.

 

 

Aðrar fréttir
X