í Fréttir, News, VIMIUC

Fjöldi viðburða var haldinn á vegum Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur árið 2019.

Ársfundur Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum fyrir árið 2019 var haldinn í Veröld – húsi Vigdísar föstudaginn 5. júní 2020. Birna Arnbjörnsdóttir prófessor og forstöðumaður stofnunarinnar stýrði fundinum.

Á fundinum var farið yfir blómlega starfsemi ársins 2019 og helstu breytingar sem áttu sér stað á árinu. Ársskýrsla var kynnt og ársreikningar lagðir fram. Farið var yfir samstarf stofnunarinnar við Alþjóðlega miðstöð tungumála og menningar og að lokum rætt um þá fjölmörgu viðburði og samstarf sem framundan eru. Meðal þess sem framundan er hjá stofnuninni ber hæst opnun Tungumálastofu, gagnvirkrar margmiðlunarsýningar um tungumál heimsins, sem mun opna í Veröld – húsi Vigdísar innan á næsta misseri.  

Ársskýrslu Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum fyrir árið 2019 má finna hér.

 

Aðrar fréttir
X