í Fréttir, News, VIMIUC

Ársfundur Vigdísarstofnunar – alþjóðlegrar miðstöðvar tungumála og menningar fyrir árið 2018 var haldinn þann 6. september 2019. Stjórn miðstöðvarinnar kom saman í Veröld – húsi Vigdísar fyrir utan Irmgördu Kasinskaite, fulltrúa UNESCO í stjórninni, sem tók þátt í gegnum netið frá París.

Á fundinum var farið yfir helstu verkefni ársins 2018, og voru bæði ársskýrsla og ársreikningar kynnt. Þá var farið yfir starfsemi miðstöðvarinnar á yfirstandandi ári og áætlanir um næstu ár.

Ársskýrslu miðstöðvarinnar má nálgast hér.

Aðrar fréttir
X