Ársfundur Vigdísarstofnunar – alþjóðlegrar miðstöðvar tungumála og menningar

Ársfundur Vigdísarstofnunar – alþjóðlegrar miðstöðvar tungumála og menningar var haldinn þann 16. október 2020. Vegna óvenjulegra aðstæðna var fundurinn að þessu sinni haldinn í gegnum netið. 

Fundinn sátu Irmgarda Kasinskaite fyrir hönd UNESCO, Sæunn Stefánsdóttir fyrir hönd íslensku UNESCO nefndarinnar, Ásdís Rósa Magnúsdóttir stjórnarformaður miðstöðvarinnar, Ann-Sofie Nielsen Gremaud, Geir Sigurðsson og Guðrún Kvaran meðlimir í stjórn miðstöðvarinnar og Halldóra Jóhanna Þorláksdóttir verkefnastjóri hjá miðstöðinni. 

Á fundinum var ársskýrsla kynnt ásamt ársreikningum og  farið yfir helstu verkefni ársins 2019. Þá var farið yfir starfsemi miðstöðvarinnar á yfirstandandi ári og áætlanir um næstu ár.

Sameinuðu þjóðirnar lýstu því yfir í desember 2019 að tímabilið 2022-2032 yrði Alþjóðlegur áratugur frumbyggjatungumála. Meðal helstu verkefna miðstöðvarinnar á næstu árum verða því verkefni í tengslum við áratuginn sem skipulögð verða í samstarfi við UNESCO.

Ársskýrslur miðstöðvarinnar má nálgast hér.