í Óflokkað

Ásdís R. Magnúsdóttir, prófessor í frönsku við Háskóla Íslands, hlaut tilnefningu til íslensku þýðingaverðlaunanna fyrir þýðingu sína á verkinu Rangan og réttan – Brúðkaup – Sumar. Þrjú ritgerðarsöfn eftir franska rithöfundinn og heimspekinginn Albert Camus. Bókina gáfu út Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum og Háskólaútgáfan.

Tilnefningarnar til íslensku þýðingaverðlaunanna voru kynntar við hátíðlega athöfn á Kjarvalsstöðum þann 1. desember, samhliða tilnefningum til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Dómnefnd skipa þau Árni Matthíasson formaður, María Rán Guðjónsdóttir og Tinna Ásgeirsdóttir.

Bandalag þýðenda og túlka hefur frá árinu 2005 veitt verðlaun á alþjóðlegum degi bókarinnar, 23. apríl, fyrir íslenska þýðingu á erlendu skáldverki. Forseti Íslands mun afhenda verðlaunin á Gljúfrasteini, því dagur bókarinnar er einnig fæðingardagur Halldórs Laxness.

Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur óskar Ásdísi hjartanlega til hamingju með tilnefninguna.
 

Aðrar fréttir
X