í Fréttir, News, VIMIUC

Út er komin bókin The Art and Architecture of Academic Writing eftir Birnu Arnbjörnsdóttur, prófessor í annarsmálsfræðum við Mála- og menningardeild Háskóla Íslands og Patriciu Prinz, kennara við New York City College of Technology og City University of New York. 

Þær aðferðir sem kenndar eru í bókinni voru þróaðar í ritþjálfunarnámskeiðum í ensku við Háskóla Íslands, og eru ætlaðar þeim sem þurfa að lesa og skrifa akademíska ensku í námi sínu í öllum námsgreinum. 

Rannsóknir Birnu Arnbjörnsdóttir eru á sviði hagnýtra málvísinda m.a. máltileinkunar, íslensku sem annars máls, fjarkennslu tungumála og ensku sem samskiptamáls. Hún hefur skrifað fjölda kennslubóka, fræðirita og fræðigreina, á Íslandi sem erlendis.

Það er forlagið John Benjamins sem gefur út bókina The Art and Architecture of Academic Writing. Nánari upplýsingar um bókina má nálgast á vefsíðu forlagsins

 

 

 

 

Aðrar fréttir
X