í Fréttir, News, VIMIUC

 

 

Út er komin bókin The Mappae Mundi of Medieval Iceland eftir Dale Kedwards, nýdoktor við Vigdísarstofnun og sérfræðing í norrænum bókmenntum og menningu. Bókin, sem fjallar um fyrstu heimskort Íslendinga frá miðöldum, er gefin út af breska forlaginu Boydell and Brewer og fáanleg í gegnum vefsíðu forlagins.

Dale lauk doktorsgráðu frá York háskóla á Englandi og sinnti eftir það stöðu nýdoktors við Universität Zürich og Syddansk Universitet. Rannsóknir hans hafa beinst að norrænum bókmenntum, kortasögu og tengslum bókmennta og myndlistar.

Dale vinnur nú að rannsókn á norrænum örnefnum í geimnum, sem styrkt er af Carlsberg fondet (HM Queen Margrethe II Distinguished Research Project on the Danish-Icelandic reception of Nordic antiquity).

Aðrar fréttir
X